Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
205
Verður nú vikið að fáeinum atriðum, sem ég hefi fundið eitthvað athuga-
vert við í Islenzku orðtakasafni.
í orðtakinu klífa (kljúfa) þrítugan hamarinn (I, 213-14) hefir klífa verið
talið upprunalegra en kljúfa, eins og höfundur getur um. Síðan segir hann:
Afbrigðin með kljúfa eigi þá rætur að rekja til alþýðuskýringar,
sem orðið hefir, eftir að sögnin klifra leysti hana af hólmi. Að
þessu hefir einnig stuðlað, að nt. et. af sögnunum kljúfa og klífa
hljómaði eins eftir að ý varð í (klíf - klýf, klífur - klýfur).
En mér sýnist hljóðbreytingin ý í og þar með samruni sumra beygingar-
mynda sagnanna klífa og kljúfa (á 16. öld) beinlínis vera forsenda alþýðu-
skýringarinnar, er höfundur nefnir svo, og þess vegna aðalatriðið í þessu
sambandi. Eftir þessa breytingu hefir sögnin klifra komið í góðar þarfir. Að
fornu virðist hún hafa verið minna notuð en klífa, en meira á síðari öldum.
Um orðtakið falla fyrir ofurborð segir svo m. a. (II, 63):
Vel má vera, að ofurborð sé alþýðleg ummyndun á d. overbord
eða samsvarandi miðensku orði, ef orðtakið er svo gamalt í ís-
lenzku, sbr. Hi ða wurpon heora waru ofor bord (ÆLFRIC HOM 1.
246, frá 1000) og nútímaensku throw overboard.
Mér er ekki ljóst, hvemig höfundur hefir hugsað þetta, en lesandi - ókunn-
ur enskri málsögu - getur varla skilið þetta á annan veg en þann, að verið
sé að sýna dæmi um miðenska orðið, sem um er talað. En hér er ekki um
að ræða eitt miðenskt orð, heldur tvö fornensk (ofor bord). Dæmið er úr
hómilíum ábótans og málfræðingsins Ælfrics (um 955 — um 1020), helzta
rithöfundar klassfskrar fomensku.
Þótt leitazt sé við að sýna öll helztu tilbrigði þeirra orðtaka, sem fjallað er
um, kemur aðeins fyrir, að ég sakna afbrigðis, sem mér er sjálfum tamt, jafn-
vel tamast. Svo er um orðtakið vita (þekkja) hvorki höfuð né sporð á e-u (II,
166). Hér er ég vanur að hafa haus fyrir höfuð, enda betur við hæfi.
Svipað mætti segja um þýðingar orðtaka, og er varla tiltökumál heldur.
Blaðra springur hjá e-m er þýtt með orðunum „e-r gloprar e-u út úr sér,
segir að lokum eitthvert leyndarmál o. s. frv.“ (I, 69), og verður það ekki
vefengt, en í mínu máli er aðalmerking þessa orðtaks „e-r skellir upp úr,
getur ekki byrgt niðri í sér hláturinn" og blaðra með viðsk. greini (blaðran).
Þá mætti spyrja, hvers vegna orðtakið vera á va(r)ðbergi er tekið upp und-
ir orðinu vaðberg, en ekki varðberg, sem er (mér a. m. k.) algengara afbrigð-
ið og auk þess uppmnalegra að tali höfundar.
Skýringar mættu stundum vera ljósari. Hvernig á lesandi t. d. að koma því
heim og saman, að berhögg merki í fyrstu „högg, sem engin hlíf er til vamar
fyrir“ og ganga á berhögg, þ. e. „fylgja berhöggi eftir“, merki því m. ö. o.
„fylgja eftir höggi, sem menn reiða td vamarlausir", og af þessu verði skiljan-
leg merkingin „leggja sig fram“ (I, 62)? Mér datt fyrst í hug, að varnar-
lausir væri prentviUa fyrir varnarlausra, en svo er ekki, sbr. íslenzk orðtök,
bls. 122.
Enn fremur sýnist mér vanta einhvern hlekk í það, sem sagt er um hafa