Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 212
206
RITDOMAR
SKÍRNIR
e-ð á takteinum „hafa e-ð við höndina, tilbúið". Lesendur fá að vita, að „tak-
teinn var haft um glóandi járntein, sem menn báru við skírslu til þess að
sanna sakleysi sitt“ (II, 205). Niðurstaðan er sú, að líkingin sé „dregin af
jámburði". A þetta að vera skýring á orðtakinu eða einungis þessu eina
orði? Á lesendum að verða ljóst eða er höfundi sjálfum ekki Ijóst, hvernig
merkingin hefir þróazt í „hafa e-ð við höndina“?
Islenzkt orðtakasafn er hugsað sem alþýðlegt fræðirit, og ber að meta
það og dæma samkvæmt því. Skilgreiningu á orðtaki er t. d. ekki stranglega
fylgt, og tekur höfundur það fram (I, viii). En þó að alþýðleg fræðirit þurfi
ekki að standast strangvísindalegar kröfur í öllum greinum, eru þau engu
síður kröfuhörð en vísindarit um ýmislegt, er framsetningu og ytra útlit
varðar. Sérstaklega er mikils um vert, að vel sé vandað til frágangs á upp-
flettiriti sem þessu. En þar finnst mér margt hafa miður tekizt en skyldi og
ritverkinu í heild helzt áfátt í þeim efnum. Víkur höfundur að þessu í Eftir-
mála.
íslenzkt orðtakasafn kemur út í safninu íslenzkum þjóðfræðum, sem Al-
menna bókafélagið hóf útgáfu á 1964. Þá komu út Kvæði og dansleikir í
tveimur bindum og tveimur árum síðar íslenzkir málshættir. Með íslenzku
orðtakasafni eru bindin orðin fimm. Þetta eru álitlegar bækur, hóflega stórax
í fallegu bandi. Samræmis vegna er sama letur notað í öllum, og eðlilegt
hefði verið að fylgja sömu grundvallarreglum um notkun þess alls staðar.
Orðtakasafnið hefir því fyrirfram verið nokkuð bundið af notkun leturgerða
í fyrri bindum ritsafnsins. Þó má benda á, að upphafsstafanotkunin, sem mér
þykir til einna mestra lýta í íslenzku orðtakasafni, er ekki í samræmi við
notkun upphafsstafa í íslenzkum málsháttum. í orðtakasafninu er orðtökum
raðað eftir einkennisorði, sem er sett með upphafsstöfum. Síðan kemur orð-
takið í næstu línu allt með upphafsstöfum h. u. b. jafnstórum, svo að varla
er sjónarmunur á. Heimildarskammstafanir, sem eru margar á hverri síðu
og sumar eins langar og orðtökin sjálf, eru settar með sama letri og þau.
Þetta fer afar illa, gerir letursíðurnar klunnalegar og fráhrindandi. Munur-
inn á fyrirsögnum, orðtökum og skammstöfunum er sem sé of lítill. Orð-
tökin mega gjarnan vera með upphafsstöfum, en betur hefði farið á að hafa
þá smærri, t. d. eins og í uppflettiorðunum í Islenzkum málsháttum. Þá letur-
stærð hefði einnig átt að nota í heimildarskammstöfunum, þar sem upphafs-
stafir voru notaðir á annað borð. En þá er komið að öðrum aðalgallanum á
frágangi þessa rits.
Með þessari stórstafaletrun heimildarskammstafana er ekki aðeins gert
jafnmikið úr þeim og orðtökunum sjálfum, heldur verða þær einnig mjög
óaðgengilegar með þessu móti. í slíkum skammstöfunum er kostur að hafa
bæði stóra stafi og litla eftir föstum reglum til þess að auðvelda lesendum að
ráða í þær. JÁRNGLÓS og GANDRDEIL gefa t. d. óljósari bendingu en
JÁrnGlós og GAndrDeil. I fyrra bindinu er raunar dálítið um skammstafanir af
síðara taginu, svo að ósamræmi hlýzt af, og biðst höfundur velvirðingar á því í
Eftirmála. En það er eins og guðsblessun í öllum stóru stöfunum að fá að sjá