Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 213
SKIRNIR
RITDÓMAR
207
skammstöfun eins og PVíd. (I, 11) í stað PVÍD, enn fremur BBNord, sem
ætti þó samkvæmt skammstafanaskrá að vera BBNORD. Frágangur síðara
bindis virtist mér miklu betri og minna um prentvillur þar. í fyrra bindi eru
þær óþarflega margar, en ekki háskalegar. I kaflaskilum á bls. 120 hefir
misprentazt F í stað E, þar sem hefjast uppflettiorð, sem byrja á e-i. - Ekki
hafa allar skammstafanir komizt á skammstafanaskrá. Hvað er til dæmis
JAKFORM (OG) í II, 88?
Vegna þess, sem hér hefir verið sagt um lýti á frágangi, er rétt að bæta
því við, að mér sýnist hann ekki tiltakanlega verri en gengur og gerist í ís-
Ienzkri bókaútgáfu. En ég vil gera þá kröfu, að á riti sem þessu sé hann
eins og hann gerist beztur. Minna dugir ekki, þegar voldugt bókaforlag
gefur út flokk merkisrita um íslenzk þjóðfræði. Höfundi má að vísu kenna
um sumt, sem miður hefir farið, en ekki allt. Ritstjóm bókaflokksins hefði
getað verið traustari og komið í veg fyrir ýmsa þá hnökra, sem á var drepið
hér að framan. Það vekur athygli mína, að íslenzk þjóðfræði virðast ekki
hafa neinn sérstakan ritstjóra; a. m. k. er hans ekki getið. Góður ritstjóri er
þó alveg nauðsynlegur, þegar vel á að vanda til útgáfu bókaflokks af þessu
tagi.
Flest eða allt, sem ég hefi nú reynt að finna íslenzku orðtakasafni til for-
áttu, er hégóminn einber hjá því, sem mestu máli skiptir, að rit þetta er hin
mesta náma af traustum fróðleik um íslenzk orðtök, og var vel til fundið
af Almenna bókafélaginu að gefa það út í safninu um íslenzk þjóðfræði. Þar
skipar það sinn sess með sóma. í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er
mörg matarholan, skemmtilegar skýringar og athugasemdir. Sá, sem bókina
eignast, verður af henni margs vísari, en hætt er við, að sá, sem hennar missir,
taki skakkan pól í hœ’öina alla sína tíð. íslenzkt orðtakasafn á erindi inn á
hvert íslenzkt heimili, þar sem forvitið fólk kann að fletta upp í bókum.
Baldur Jónsson
VILMUNDUR JÓNSSON:
LÆKNINGAR OG SAGA I-II
Tíu ritgerðir. Menningarsjóður, Reykjavík 1969
Þetta mikla og góða rit er kærkomið framlag til þess þáttar sögu þjóðar-
innar, er hvað minnstur sómi hefur verið sýndur, sögu vísindanna. En sú
saga er öðrum þáttum sögunnar betur til þess fallin, að veita yfirsýn yfir
hvað þjóðin hefur tileinkað sér af þekkingarforða heimsins og því traustasti
mælikvarðinn á menningarstig hennar á hverjum tíma.
Eins og felst í titli bókarinnar þá er hún safn ritgerða. Sex hinar smærri
þeirra hafa birzt áður, og allar nema ein í ritum, sem fáir utan lækna sjá.
Það er fengur að fá þær nú sameinaðar á einn stað og gerðar aðgengilegar