Skírnir - 01.01.1970, Side 214
208
RITDÓMAR
SKÍRNIR
stærri hópi lesenda en áður var, auk þess sem þær eru nú flestar auknar að
efni, svo langsamlega mesti hluti ritverksins birtist nú í frumútgáfu. Allar
ritgerðimar fjalla um þann kafla úr sögu íslenzkrar læknisfræði, er hefst
með hinum fyrsta innlenda embættislækni árið 1760. Þetta á sér eðlilega
orsök, sem höfundur gerir grein fyrir í eftirmála, sem sé þá, að ritið sé „að
mestum hluta réttnefnd aukaframleiðsla" við samantekt ritanna Lœknar á
íslandi og Læknakennsla á íslandi 1760-1911. Uppistaða bókarinnar hefur
með öðmm orðum fallið til á langri og eflaust oft vandrataðri leið höfundar
um handrita- og skjalasöfn Þjóðskjala- og Landsbókasafna, en fundvísi og
glöggskyggni hans á markverða hluti hafa tryggt ríkulega eftirtekju. Sam-
eiginlegur kostur allra ritgerða bókarinnar verður því að í þeim era dregnar
fram fjöldamargar áður óprentaðar heimildir um hérlendar lækningar og heil-
brigðishætti og þeim markaður staður jafnt í innlendu sem erlendu umhverfi.
Þetta er gert á lipru, lifandi máli, sem vekur áhuga og umhugsun lesanda um
efnið, en e. t. v. hefði styttra mál í sumum tilvikum gert sama gagn.
Það yrði of mikið mál að rekja efni hverrar einstakrar ritgerðar, en um
tvær þær fyrstu get ég ekki stillt mig um að geta sérstaklega. Efni þeirra er
allt svo merkilegt og raunar hið eina þeirra, sem fjallað er um í bókinni,
þar sem svo virðist, sem Islendingar hafi staðið feti framar um þekkingu en
samtíma alþjóða vísindi. Fyrri ritgerðin: SkurSaðgerð við kviðarholssulli
1755, sem birtist upphaflega 1947, segir frá skurðaðgerð Bjama Pálssonar,
síðar landlæknis, við kviðarholssulli. Sú aðgerð var framkvæmd löngu fyrir
þann tíma, sem tíðkaðist að skera til sulls í kviðarholi og því einstæð í sinni
röð. Vilmundur Jónsson álítur að Bjami muni hafa búið að innlendri þekk-
ingu um þessa aðgerð og færir því til stuðnings dæmi um, að ólærðir læknar
hafi gert þá aðgerð eftir daga Bjama, og að í Biskupasögum sé getið um
að skera til sulls í búpeningi. En um ótvíræða vitneskju af slíkri aðgerð á
mönnum fyrir daga Bjama var þá ekki kunnugt. Þann fróðleik öðlaðist Vil-
mundur síðar og segir frá honum í síðari ritgerðinni, sem nefnist: Sullaveikis-
þekking Bjarna Pálssonar landlœknis. í henni em lagðar fram heimUdir
um sérstæða þekkingu Jóns Magnússonar í SæmundarhUð (1662-1738) á
sullaveiki og skurðaðgerðir (kviðristur) hans til lækningar henni. Og það
sem meira er, þessi kunnátta er ekki neitt einstakt fyrirbæri Jóns Magnús-
sonar heldur vísar hann jafnframt til samtímamanns síns um samskonar
skurðaðgerðir við kviðarholssulli, og eflaust hafa þeir báðir haft innlend
fordæmi að læknislist sinni. Ennfremur em leiddar mjög sterkar líkur að
því, eftir hvaða leiðum þessi þekking Jóns Magnússonar hafi borizt til Bjama
Pálssonar. Síðar bætir höfundur allmörgum nýjum atriðum við það, sem áður
var vitað um þekkingu Bjama á suUaveiki og þar á meðal að hann hafi
gert nokkra sullskurði í sjúkrahúsinu í Nesi, en að því er virðist ekki með
sömu heppni og þá er hann áður hafði gert.
Það blandast víst engum hugur um það, eftir aUar þessar nýju upplýsingar
um þekkingu og meðferð Islendinga á sullaveiki fyrir daga Bjama Pálssonar
að sú niðurstaða höfundar sé rétt, að Bjami hafi sótt þekkingu sína um