Skírnir - 01.01.1970, Page 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
209
þessi atriði í innlendar uppsprettur. Af þeim sökum finnst mér höfundur
eyða óþarflega miklu rúmi í að sýna fram á, að Bjami hafi ekki getað
sótt sullaveikisþekkingu sína til lærifeðra sinna við Hafnarháskóla. Enda gerist
önnur spuming mun áleitnari, nefnilega, hvaðan Jóni Magnússyni hafi komið
lærdómurinn um veikina. Hefur iiann varðveitzt með þjóðinni allt frá sögu-
öld? I því sambandi verður manni hugsað til þess, er Vápnfirðinga saga
segir um Brodd-Helga, að „hann hleypir út vatni miklu ór sullinum", er Halla
kona hans þjáist af.
Ég held að ekki sé rétt mat höfundar á Heuermann, kennara Bjama í
líffærafræði og skurðlækningum, „að hann hafi þó fyrst og fremst verið
bókvitringur" (11/39) og hæpið að færa þau ummæli próf. Buchwalds, sem
höfundur vitnar til, því áliti til stuðnings. Þau lýsa fremur áliti latínulærðs
bókvitrings á viðleitni manns með hagnýt sjónarmið, til þess að veita ólatínu-
lærðum bartskerum innsýn í læknisfræði. Menn kannast ekki við Heuer-
mann í dag af því sem hann kann að hafa miðlað af bókviti heldur af hinu,
að hann kunni að notfæra sér þekkingu sína á hagnýtan hátt. Petit og Heuer-
mann eru fyrstir tii að meitla upp stikilhyrnu vegna ígerðar í henni, og hann
er sá fyrsti í Skandinavíu, sem notar aðferð Daviels við lækningu á starblindu,
og Saemischs-aðgerð við glæmsár (ulcus comeae serpens) gerði Heuermann
liðlega öld áður en sá, sem aðgerðin er nú kennd við (sbr. Edv. Gotfredsen:
Medicinens Historie).
Því miður hefur hvorugur okkar Vilmundar Jónssonar átt þess kost að
lesa skurðlækningabók Heuermanns og stöndum því illa að vígi við að meta
hvaða þekkingu Bjami landlæknir hefði getað sótt þangað. Það er ætíð var-
lega treystandi því, sem haft er eftir öðrum, sérstaklega er kemur til atriða
í frumheimildum, sem sá kann að hafa þagað um. Ég held að það gæti verið
mjög gagnlegt, að kynnast þessari bók af eigin raun, ekki vegna þess að ég
telji líklegt, að það myndi breyta nokkru um, hvaðan Bjarna hafi komið
þekking hans á sullaveiki, heldur hinu, að það gæti gefið mikilsverðar upp-
lýsingar um almenna þekkingu hans á skurðaðgerðum, og þannig stuðlað
að betri skilningi á afstöðu hans til þeirra.
Hef ég þá sérstaklega í huga síðasta kafla annarrar ritgerðar - Arjleifð sem
ekki var ávöxtuð - þar sem höfundur hugleiðir hverju það muni sæta að
Bjami virðist ekki hafa miðlað nemendum sínum af sullaveikisþekkingu
sinni, eða að minnsta kosti ekki haldið því að þeim, að við fylli „einasta
hjálpe gasterostomia og eingenn innvortes medöl“. Höfundur færir fram ýms-
ar líklegar ástæður fyrir því, að Bjami hafi ekki flíkað holskurðum sínum við
lærða lækna eða nemendur sína. Mér þætti sennilegast, að meginástæðan
fyrir þessu væri miður góð reynsla Bjarna sjálfs af aðgerðinni. Þeir tveir
sullskurðir hans sem lánuðust vom gerðir í heimahúsum áður en sjúkraskýlið
í Nesi tók til starfa, en af sullskurðum, sem hann gerði þar, er ekki vitað
um neinn sem lánaðist, en sennilega hafa fjórir mistekizt. Um þrjá þeirra er
þó aðeins kunnugt af dánarskrám Nessóknar, svo hæpið er að álykta af
þögninni, að enginn þeirra sullskurða er Bjarni gerði í Nesi hafi lánazt. Það
14