Skírnir - 01.01.1970, Side 216
210
RITDOMAR
SKÍRNIR
er álit mitt, að sjúkraskýlið í Nesi hafi fljótlega hreppt sömu örlög og urðu
hlutskipti flestra sjúkrahúsa fyrir daga ígerðarvama, að verða gróðrarstía
hættulegra sóttkveikja, og því hinir háskalegustu staðir fyrir kviðarhols-
skurði. Bjami Pálsson hefur sennilega orðið fyrir sárri reynslu af alvarlegri
skinubólgu eftir kviðarholssullskurði sína í Nesi og af þeim sökum dofnað
yfir áliti hans á ágæti þeirra og eftir 1773 er ekki kunnugt um, að hann hafi
gert þá.
í síðustu ritgerðinni, Upphaf ígerðarvarna og við þeirn tekið á Islandi, er
meðal annars góð lýsing á því hver ógnvaldur ígerðarsóttin gat orðið í
sjúkrahúsum, og er gott dæmi þess bamsfararsóttin á fæðingarstofnuninni í
Höfn. - Þessi ritgerð er mjög ýtarleg eða allt síðara bindi verksins. Hún
greinir frá merkum áfanga í læknisfræði sem að viðbættum svæfingum,
sem höfundur gerir góð skil í VI. ritgerð bókarinnar, gerði læknum kleift
að ráðast í holskurði með sæmilegu öryggi um farsælan árangur. Þar sem
höfundur ræðir um rannsóknir á barnsfararsótt sakna ég þess, að hann getur
ekki merkra rannsókna, sem P. A. Schleisner gerði á henni og birtust
árinu áður en hann fór til íslands að rannsaka heilbrigðishætti þar (Barsel-
feberens og den purulente Infections Pathologie. Kh. 1846). Niðurstaða hans
af kmfningu á líkum manna dáinna úr bamsfararsótt og öðmm ígerðarsótt-
um var, að um sama sjúkdóm væri að ræða, þ. e. a. s. blóðeitrun, eða eins og
hann orðaði það „Blodmassen inficeres af Pus“ (E. Ingerslev. Den kgl. Föd-
sels- og Plejestiftelse. Kh. 1915, bls. 478-79). Miðað við tímann hefur Schleis-
ner gert sér furðu glögga grein fyrir eðli bamsfararsóttar, engu síðri en síðar
fyrir sullaveikinni, er hann hóf rannsóknir sínar hér á landi. Það er því næsta
furðulegt, að hann skuli ekkert álit láta í ljós um þá niðurstöðu sína, að
0,7% látist af barnsfömm á íslandi, en eigi færri en 2,4% deyi úr bams-
fararsótt í Kaupmannahöfn. Og þessi hagstæði samanburður fyrir ísland
næst þrátt fyrir það álit Schleisners, að „Er end Lægevæsenet paa Island slet,
saa er Jordemodervæsenet om muligt endnu slettere" (Island undersögt fra
et lægevidenskabeligt Synspunkt, bls. 192).
Ég get ekki skilizt svo við umsögn um þessa bók, að ég láti eigi í ljós
sérstakt þakklæti til höfundar fyrir þá alúð, sem hann hefur lagt við að afla
góðra mynda til hennar og vil ég sérstaklega benda á hinar mörgu myndir
af byggingum, sem koma við sögu læknisfræðinnar á íslandi og sem Aage
Edwin Nielsen hefur dregið upp eftir ljósmyndum og öðmm gögnum. En
vegna þess hve mikið heimildarrit bókin er, þá hefði farið vel á því, að nokkru
nánari upplýsingar væm með húsamyndunum, t. d. hvenær frummyndin væri
gerð, sem farið er eftir. Einnig hefði verið aðgengilegra að láta heimildaskrá
koma í lok hverrar ritgerðar heldur en í lok verksins með nafna- og mynda-
skránum vegna þess að það er í tveim bindum og þarf því alla jafna að hafa
þau bæði í takinu við lestur. Frágangur bókarinnar er góður, og hef ég ekki
rekizt á meinlegar prentvillur. Menningarsjóður á þakkir skildar fyrir að
hafa ekki horft í kostnað við að gera bókina sem bezt úr garði.
Það er ósk mín, að þessi ágæta bók megi leiða til þess, að það verk, sem