Skírnir - 01.01.1970, Side 217
SKÍRNIR
RITDOMAR
211
átti svo ríkan þátt í að hún varð til, liggi ekki lengur óútgefið í handriti. Mér
er hér nokkur vandi á höndum, því það varð hlutskipti mitt aS lýsa því yfir
í nafni Háskóla Islands, þá 200 ár voru liðin frá því að stofnað var til inn-
lendrar læknakennslu, að hann hyggðist gefa út rit eftir Vilmund Jónsson
um sögu þeirrar kennslu fram að stofnun Háskólans. - ÞaS var fyrirhugað
að það yrði fylgirit við Arbók Háskólans. Ur þessu gat þó ekki orðið, því
skömmu síðar var heimildin til að gefa út fylgirit við Árbókina afnumin í
sparnaðarskyni.
Jón Steffensen
IIALLDÓR LAXNESS:
VÍNLANDSPÚNKTAR
Helgafell, Reykjavík 1969
Það vakti mikla athygli, er kver þetta kom út, og þótti sjálfsagt að ræða
það í útvarpi og á fundi í Félagi íslenzkra fræða. Menn ræddu um kverið
sín í milli og sýndist sitt hverjum. Kverið er safn ritgerða. Sú fyrsta gefur
því nafn: Vínlandspúnktar, en hún er 79 blaðsíður og hefur ekki birzt áður.
Næst kemur Tímatalsrabb, 31 blaSsíða, sem áður hafði komið á prenti í
Tímariti Máls og menningar. Mannlíf hér fyrir landnámstíð, 18 blaðsíður,
hafði einnig áður séð dagsins Ijós í því tímariti, en sú síðasta: HiS gullna
tóm og arfur þess, 18 blaðsíður, kom út á ensku í The American Scandinavian
Review rétt á undan kverinu.
Eftirtektin, sem kverið vakti, var á margan hátt verðskulduð. Eitt höfuð-
skáldið, öndvegishöfundur, birti hér í einum stað skoðanir sínar og skilning
á efni, sem öllum er hugleikið. SkáldiS bregður upp nokkrum leiftrum og
hefur það sína þýðingu, því innsýnin hefur sitt gildi, svo og framsetningin,
til þess að gera hinum vanalega manni sitt af hverju skiljanlegra en ella.
En er þekktasta skáld þjóðarinnar setur fram fyrir almenning skoðanir
sínar, þá fylgir því töluverð ábyrgð. Frægðarljóminn er ætíð hættulegur.
Hann varpar annarlegri birtu á framsetningarefnið, rétt eins og sviðsljósin í
leikhúsi. Þau eiga sinn tilgang; þau eiga að blekkja; þau þjóna þeim til-
gangi að leiða gestinn í annan heim og telja honum trú um að það, sem
gerist á leiksviðinu, sé raunverulegt. Halldór Laxness bregður hér á leik og
eins og við mátti búast eru fjörsprettir miklir og athugasemdir skarplegar.
Til að mynda er athugasemdin um lýsingu Vínlands mjög athyglisverð, þar
sem hann heggur eftir, aS Adam frá Brimum tilgreinir, að þar vaxi ósáið
kom og ber það saman við orð Völuspár, þar sem segir, að á jörðu „munu
ósánir akrar vaxa“ eftir Ragnarök. Enn fremur bendir hann réttilega á, að
svipuð hugsun komi fram í Eiríks sögu rauða; jafnvel svo, að álíta megi, að
um rittengsl sé að ræða, enda færir Halldór Laxness rök fram til stuðnings