Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 220
214
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Allar eru athuganir þessa síðasta Skálholtsbiskups reistar á traustustu
heimildum, sem hann komst höndum undir, og hann vegur þær og metur án
tilfinningasemi. Hann var líka sonur Finns biskups, þess sem kirkjusöguna
samdi, og sonarsonur fróðleikssafnarans og sagnaritarans Jóns prófasts Hall-
dórssonar í Hítardal. Voru þessir feðgar meðal lærðustu og fróðustu manna
samtíðar sinnar, þó að Hannes væri þeirra mestur heimsborgari.
Komi á daginn, að þeir guðsmenn 17. og 18. aldar, Olafur Egilsson, Jón
Magnússon og Hannes Finnsson, finni á nýjan leik hljómgrunn meðal landa
sinna með athyglisverðum ritsmíðum, sögulegu frásagnarefni eða hressilegu
tungutaki, þrátt fyrir „ósmekklegt" orðaval á stundum og brenglaða setn-
ingaskipan, þá væri vel ef Almenna bókafélagið héldi áfram að kynna hálf-
vegis (en ómaklega) gleymda íslenzka rithöfunda. Þá hlytu skólamir að
fagna sem fjölbreyttustum kosti rita af ýmsum stigum málssögunnar. Sann-
arlega kunnu margir fyrri tíma menn að tjá sig Ijóst og eftirminnilega, þó að
þeir beittu löngum öðmm orðum og aðferðum en höfundar íslendingasagna
eða þeir, sem voru í broddi lífsins á ámnum fyrir síðari heimsstyrjöld.
Hinir miklu áhugamenn um atvinnumál, framkvæmdir, náttúmfræði og hag-
sögu, höfundar Félagsritanna gömlu, verðskulda margir að komast fyrir
augu niðja sinna. Vitaskuld væri fjarstæða að gefa Félagsritin út í heild á
nýjan leik; en valdir kaflar yrðu vafalaust víða vel þegnir og mörgum for-
vitnilegt, ef ekki beinlínis uppbyggilegt lestrarefni. Þar gefur að líta þeirra
tíma trú á land og þjóð - að vísu kynlega samofna ást á kóngi og ríki - hjá
mörgum mætustu mönnum kynslóðarinnar, sem minnstu munaði að sofnaði
út af í móðuharðindunum. Meðal hinna kunnustu þessara höfunda em Jón
Eiríksson, Ólafur Stefánsson, Stefán Þórarinsson, Skúli Magnússon, Magnús
Ketilsson, Magnús Stephensen, Ólafur Ólafsson frá Frostastöðum og Ólafur
Ólavíus. - Enn eru aðrir vanræktir höfundar, eldri og yngri, sem vel mætti
vera ómaksins vert að blása rykið af.
Hér er það haft í huga, að nú er einmitt að vakna eða þegar vaknaður
meiri áhugi á félagsvísindum og hagsögu hvers konar en þekkzt hefur síðan
um daga skynsemisstefnunnar. Hetju- og einstaklingsdýrkun rómantískunnar
er Ioks tekin að hopa ögn af hólmi fyrir áhuga á sögu þjóðarinnar í heild,
atvinnuvega, verzlunar, þjóðhátta, menningar og siða. Þá ætti einmitt að
vera tímabært að huga á ný að athugunum og skýrslusöfnun fyrri tíma manna,
nota það sem nýtandi er af slíku, en betmmbæta annað eftir því sem föng
finnast til. Má þá minna á ókannaðar skjaladyngjur hérlendis og erlendis,
syndabyrði og stolt einveldisins gamla í senn, sem bíða þolinmóðar, en guln-
aðar og rykfallnar, vinnufúsra handa og rýninna augna.
Um þá útgáfu af Mannfcekkun af hallœrum, sem orðið hefur tilefni þess-
ara sundurlausu þanka, vil ég segja þetta: Bókin er eins og eldri systur
hennar í einkar þokkalegum búningi Hafsteins Guðmundssonar, sett og prent-
uð í Prentsmiðjunni Odda og bundin inn hjá Sveinabókbandinu.
Upphaflega var áformað að Jón Eyþórsson sæi um útgáfuna, en honum ent-
ist ekki aldur til þess að ljúka því verki. Tók þá við því frændi hans, Jó-