Skírnir - 01.01.1970, Page 221
SKÍRNIR
RITDOMAR
215
hannes Nordal, og hefur hann skrifa'ð formála og ómissandi inngang um
Hannes biskup og bókina. Má á formálanum sjá, að Jón hefur verið búinn
að ganga frá uppsetningu bókarinnar, sem hlýtur að hafa verið nokkurt
heilabrotaefni. Vitaskuld hefði verið gaman að fá ritgerðina ljósprentaða
eftir Félagsritunum gömlu; en gotneski stíllinn á þeim hefur að líkindum
ráðið, að ekki var á það ráð brugðið.
Eins og Jóhannes víkur að í formálanum, var frágangur Hannesar á riti
sínu með þeim hætti, að það er næsta óaðgengilegt nútímamönnum. Notaði
hann neðanmálsgreinar allt öðruvísi en nú tíðkast. Kemur þá í hugann, að
ekki hefði Harold Wilson, sá sem til skamms tíma var forsætisráðherra Breta-
drottningar, lengi lesið í bók þessari, hefði hún í hendur hans álpazt og hann
orð í henni skilið. Hann sagði nefnilega eitt sinn, að hann hefði gefizt upp
á að lesa Das Kapital, þegar hann kom að fyrstu neðanmálsgreininni og sá
hversu löng hún var. Þess háttar bækur væri ekki á sig leggjandi að lesa.
Vonandi eru væntanlegir handhafar þessarar bókar kjarkmeiri en ráðherr-
ann fyrrverandi og setja ekki fyrir sig, þó að neðanmálsgreinar hennar séu
rúmfrekari en meginmálið.
Annað mál er, hvort ekki hefði mátt leysa þennan vanda á annan hátt og
þægilegri fyrir lesendur en gert hefur verið. Kemur þá helzt til greina, að
víðar en gert hefur verið, hefði að skaðlausu mátt fella innskotsgreinarnar
inn í meginmálið svo til jafnóðum, og þá með breyttu (smærra) letri, svipað
og gert hefur verið í síðustu köflum bókarinnar. Annars skal fúslega kannazt
við, að í þessum efnum sem fleiri er auðveldara um að tala en í að rata.
Varla mun þess gerast þörf að benda á, að nú er kostur fleiri og betri heim-
ilda um mestallan þann tíma, sem Hannes biskup fjallar um í þessu riti
sínu, auk þess sem sumar heimildir hans hafa síðan verið vegnar og léttvæg-
ar fundnar. Eftir stendur þó það sem hann segir af eigin tímum og sjálfs-
reynslu að því er ætla má. Þar verða naumast brigður á bornar, nema ef vera
kynni um áformið alræmda: að flytja leifarnar af íslendingum suður á Jót-
landsheiðar að afstöðnum móðuharðindum. Það skyldi þó aldrei vera, að sá
grandvari skynsemistrúarbiskup hafi þá stuðzt við heimildir, sem ekki verða
framar fundnar? Hver veit annars hvers konar ummæli hafa fallið í öllum
þeim þrengingum og úrræðaleysi, sem þyrmdi yfir menn í þá daga, meira að
segja velviljaða en vanmegna valdsmenn?
Bergsteinn Jónsson
BJÖRN ÞORSTEINSSON:
ENSKA ÖLDIN í SÖGU íSLENDINGA
Mál og mennjng, Reykjavík 1970
í inngangi bókar sinnar getur Bjöm Þorsteinsson þess, að það hafi glætt
áhuga sinn á þessu verkefni, hve lítið hafi verið fjallað um 15. öld af sögu-