Skírnir - 01.01.1970, Síða 222
216
RITDÓMAR
SKÍRNIR
kennurum við Háskóla íslands, er hann var þar við nám. Það hafi verið eitt-
hvað óljóst og ævintýralegt við þetta tímabil. - Mörg þessara ævintýra hefur
honum tekizt að uppgötva og fimmtánda öldin er sýnu ljósari að loknum lestri
bókar hans.
í upphafi bókarinnar gerir Björn grein fyrir heimildum um 15. öld, hvað
fyrr hafi verið um þetta tímabil ritað og hver sé staða rannsóknanna. Birtir
hann þar þá nöpru staðreynd, að enn í dag séu aðalrit okkar íslendinga um
15. öld eftir þá Finn biskup Jónsson og Jón Espólín, samin á 18. og 19.
öld. Viðfangsefni bókar sinnar skilgreinir Björn þannig: „Þessu riti er ætlað
að skýra dálítinn þátt Islandssögunnar og varpa Ijósi á einstök atriði alþjóð-
legra samskipta á Vesturlöndum við mót miðalda og nýja tímans. Það hvílir
að miklu leyti á heimildarannsóknum, sem ég vann á Englandi 1918-49, og
á sér að bakhjarli XVI bindi íslenzks fombréfasafns.“
Hefst þá sagan, sem höfundur rekur eftir frumheimildum, allt frá því Eng-
lendinga er fyrst getið hér við land og þar til Hansamenn veita þeim sam-
keppni á síðasta fjórðungi aldarinnar. Ýmsir merkismenn birtast þama í
nokkuð öðru ljósi en í hefðbundinni íslenzkri sagnaritun. Er ítarlega rakið
það sem um nokkra helztu biskupa þessa tímabils verður vitað samkvæmt
heimildum og grein gerð fyrir hlutverki þeirra sem veraldlegra höfðingja.
Merkast er þó í þessum hluta bókarinnar hvemig höfundur rekur átök þjóð-
höfðingja um íslandsviðskipti og hvernig íslendingar losna á þessari öld úr
tengslum við norsk-þýzka hagsvæðið.
I síðasta hluta bókarinnar gerir Bjöm Þorsteinsson grein fyrir siglingum
Englendinga á Norður-Atlantshafi á 15. öld og rekur helztu heimildir um land-
könnuðinn Diðrik Píning. I ljósi gagnmerkra heimilda, sem að vísu hafa fyrr
verið birtar, leiðir hann rök að því, að Englendingar hafi náð til Ameríku
á undan Kólumbusi. Þá er mikils um vert þann kafla, sem fjallar um ferðir
Englendinga og Diðriks Pínings til Grænlands. Hemaðarsaga angagoksins
frá Unartoq er merk og þess virði að henni sé á loft haldið. Ef til vill er í
henni að finna nærtækari skýringu en annars staðar hefur komið fram um
endalok norrænna manna á Grænlandi.
Meginstyrkur Ensku aldarinnar liggur í því, hve víða höfundur hefur seilzt
til fanga eftir heimildum og hve skýrt hann lætur þessar heimildir tala. Sögu-
leg atvik rekur Bjöm eftir framheimildum og hefur lesandi því allan tímann
fast land undir fótum. Einstakar heimildir og skjöl skýrir hann af kunnáttu
fagmannsins, en gætir vísindalegrar hófstillingar og varast að draga of víð-
tækar ályktanir. Em það góð meðmæli með sagnfræðilegu riti.
Hitt er svo annað mál, að fylgispekt höfundar við heimildir og staðreyndir
veldur því, að rit hans verður hnökrakenndara en ella og sums staðar gætir
endurtekninga. Verður vart hjá slíku komizt, eigi fmmheimildir að njóta sín
til fulls og ekki um að sakast. Mikilsverðara er að hafa undirstöðuna sem
traustasta í bókinni sjálfri og til hægðarauka öllum þeim, sem vilja hafa
við höndina það, sem sannara reynist.
Enska öldin birtir 15. öldina í sögu íslendinga í nýju ljósi. íslenzkri at-