Skírnir - 01.01.1970, Page 223
SKÍRNIR
RITDÓMAR
217
burðasögu er hér skipað í rétt samhengi við það, sem um þær mundir gerist
annars staðar í Evrópu. Landamæri geta sem kunnugt er orðið heilsteyptri
sagnaritun örðugur þröskuldur, en hér rjúfa þau ekki raunveruleg tengsl
atvika.
Björn Þorsteinsson rennir traustum stoðum undir það í bók sinni, að Is-
landssiglingar Englendinga hafi skipt sköpum í okkar sögu. Hann sýnir
einnig, hvemig þær marka tímamót í fleira tilliti. Siglingar Englendinga hing-
að norður era vísirinn að því, að Bretar verða sjó- og flotaveldi. Þannig hafa
þær einnig mikið gildi fyrir framrás veraldarsögunnar.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
HELGA KRESS:
GUÐMUNDUR KAMBAN. ÆSKUVERK OG ÁDEILUR
Studia Islandica 29.
Heimspekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík 1970
Varla verður annað sagt en skáldskap Guðmundar Kambans hafi verið
sýndur töluverður sómi upp á siðkastið. í fyrra kom heildarútgáfa skáldverka
hans í sjö bindum á vegum Almenna bókafélagsins, og á útmánuðum í vetur,
er leið, kom út ritgerð Helgu Kress: Guðmundur Kamban. Æskuverk og
ádeilur. Þetta er 29. heftið í ritröðinni Studia Islandica, sem Heimspekideild
Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs standa nú að og prófessor
Steingrímur J. Þorsteinsson ritstýrir.
Þessi ritgerð Helgu var, eins og hún skýrir frá í inngangsorðum, „ ... samin
veturinn 1968-69 til kandídatsprófs í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands,
en er hér birt nokkuð stytt og með lítils háttar breytingum."
Þetta er, ef svo má að orði komast, mjög hreinleg og snyrtileg ritgerð. Höf-
undur takmarkar viðfangsefni sitt og gengur vafningalaust til verks. Rann-
sóknaraðferð hennar er ævisöguleg og samanburðarbókmenntafræðileg.
I fyrsta kafla, sem nefnist Væringjar, gerir Helga í stuttu máli grein fyrir
upphafi þess fyrirbæris, er hún nefnir „útflutning skálda“, þ. e. þegar ís-
lenzkir höfundar tóku að semja skáldverk sín á erlendum tungum, einkum
dönsku og norsku.
í öðram kafla fjallar hún um æsku Kambans og uppvöxt; rekur þar í stór-
um dráttum ævi hans fram til þess, er hann siglir til Kaupmannahafnar 1910,
og gerir grein fyrir því andlega umhverfi, sem hann hrærðist í á skólaárum
sínum í Reykjavík.
Þriðji kafli nefnist: í anda Jóhanns. Þar fjallar höfundur um leikritin
Höddu Pöddu og Konungsglímuna.