Skírnir - 01.01.1970, Side 225
SKIRNIK
RITDÓMAR
219
vísi sinni á heimildir og með víðtækum lestri um kjörsvið sitt sjálf fundið
þetta „heimildarrit“ Kambans. Má vera, að svo sé.
Hins vegar er hér ekki um nýja uppgötvun ritgerðarhöfundar að ræða. Það
vill svo til, að fjórar bækur tveggja Bandaríkjamanna, er hún nefnir sem
áhrifavalda á Kamban, að því er varðar skoðanir hans á refsimálum og fang-
elsisvist, þ. e. Within Prison Walls, Society and Prisons og Prisons and
Common Sense eftir Thomas Mott Osborne og áðumefnd bók Lowries, eru
varðveittar í Landsbókasafni og allar gefnar þangað í einu í maí 1960 af
Gunnari R. Hansen. Hefur hann skrifað nafn sitt svo og dag- og ársetningar
(e. t. v. þegar hann eignaðist þær?) á þrjár þeirra, og í þeim öllum er bók-
merki hans.
í aðfangabók Landsbókasafns 1958-1961 stendur skráð í athugasemda-
dálki við þessar bækur:
„Gefandinn segir, að Guðm. Kamban hafi notað þessar bækur, þegar hann
samdi „Ragnar Finnsson“.“
Nú var Gunnar R. Hansen vinur Kambans og náinn samverkamaður um
skeið, svo að það hefði verið ritgerðarhöfundi hinn mesti styrkur að vísa til
þessa vitnisburðar hans. Ef hún hefur fundið bók Lowries fyrir ábending
bókavarða Landsbókasafns, hefði verið sjálfsögð kurteisi og raunar fræðileg
skylda að geta þess, ekki sízt þar eð liún vísar til ritgerðar í Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins 1932, þar sem prófessor Stefán Einarsson benti á þýðing
Osbomes fyrir Kamban. Ilann virðist heldur ekkert hafa farið í launkofa
með hrifning sína á Osborne, sbr. grein hans um Tolstoj í Lesbók Morgun-
blaðsins og ísafold 1928, sem ritgerðarhöfundur vitnar til neðan máls, þótt
hún hins vegar taki hana ekki upp í heimildaskrá meðal verka Kambans.
Rannsóknaraðferð Helgu Kress í þessari ritgerð er, eins og áður sagði, í
meginatriðum ævisöguleg og samanburðarbókmenntafræðileg. Hún gerir grein
fyrir verkum Kambans í tímatalslega réttri röð; skýrir frá ritunartíma þeirra
og útgáfum, sýningum leikritanna, aðalleikurum, viðtökum o. s. frv. Skipar sú
greinargerð öll mikið rúm í ritgerðinni og virðist vönduð og trúverðug. Venju-
lega rekur hún efnisinntak hvers verks í stuttu máli. Þá fjallar hún nokkuð
um málfar Kambans og stíl í hverju verki fyrir sig, og sömu aðferð beitir hún
um áhrif annarra höfunda á hann.
Þessi aðferð ritgerðarhöfundar að ganga á verk eftir verk og fjalla um
ákveðna þætti hvers og eins án verulegrar hliðsjónar af öðrum verkum hefur
í för með sér, að efnistök verða stundum nokkuð losaraleg og jafnvel upp-
tuggukennd.
Þannig fjallar hún um stíl og málfar í verkum Kambans á dreifðum stöð-
um, t. a. m. bls. 35-36, 42-43, 51-52, 62-65, 76, 87-88, 96-97, 102, en hvergi
er nein heildargreinargerð eða samantekt á þessum þætti í listsköpun hans.
Þá virðist mjög gæta persónulegs og huglægs mats ritgerðarhöfundar á máli
og stíl Kambans, og töluvert ber á alhæfingum og fullyrðingum, sem geta vel
verið réttar, en virðast tæplega nægilega rökstuddar. Dæmi:
„Stíll leikritsins er ákaflega Ijóðrænn og næstum ofhlaðinn rómantískum