Skírnir - 01.01.1970, Side 226
220
RITDÓMAR
SKÍRNIR
myndum og líkingum...“ (42). „Niðurstaðan verður sú, að málleysur og
dönskuslettur vaða uppi; setningarnar verða oft langar og klúðurslegar og
beinlínis órökréttar.“ (51). „Stíll Marmara er þungur og tilbreytingarlítill.
/-----/ Annað einkenni á stíl Marmara er hátíðleiki og sundurgerð...“ (62-
63). „Stíll leikritsins er hraður og tiltölulega laus við tilgerð og vífilengjur.
Málfarið er ekki gott...“ (76). „Stíll Ragnars Finnssonar er nokkuð hrár,
einhæfur og blæbrigðalítill. Málfarið er lítt vandað ...“ (87). „Stíll leikritsins
er þungur og blæbrigðalítill, sneyddur kímni. /-----/ Málfarið er víða dönsku-
skotið og klúðurslegt sem fyrr.“ (102).
Eins og sjá má, gætir hér mjög endurtekninga. Hefði að líkindum verið
heppilegri leið að fjalla um málfar og stíl Kambans í sérstökum kafla og
styðja greinargerðina fyllri dæmum. Þá hefði verið fróðlegt að sjá grein gerða
fyrir stílþróuninni, t. a. m. frá rómantík til raunsæis. Slík þróun hefur
væntanlega átt sér stað?
Svipað og hér hefur verið sagt um stílkönnun ritgerðarhöfundar á við um
könnun hennar á bókmenntaáhrifum og notkun Kambans á erlendum verk-
um í leikritum sínum og Ragnari Finnssyni. Þar hygg ég, að fengizt hefði
heillegri mynd með því að gera grein fyrir þessu efni í sérstökum kafla.
Könnun Helgu beinist framar öðru að hugmyndafræðilegum áhrifum og
„lántöku“ Kambans á einstökum minnum. Bendir hún réttilega á mikla hug-
myndafátækt Kambans, að því er varðar notkun minna. Ekki hefði verið
síður forvitnilegt að athuga meir hrein-frásagnartæknileg og leiksviðstækni-
leg atriði; það hverjir erlendir höfundar og leikhúsmenn höfðu áhrif á þann
þátt listar hans. Hver var t. a. m. munur hinna rómantísku og raunsæilegu
leikrita frá því sjónarhomi séð? Hvaða hlutverki gegndu leikmunir og svið?
Hvað var þar rómantískt, táknlegt eða raunsæilegt? Hvemig var háttað
sköpun aðstæðna og framvindu í leikritum hans. Var munur á notkun Kamb-
ans á athöfn og samræðu í leikritum rómantíska og raunsæilega skeiðsins?
Hvernig skapaði hann dramatíska spennu? Af hverjum lærði hann ýmis slík
listræn brögð, eða hvað færði hann nýtt?
Allar þessar spurningar virðast réttmætar, þegar haft er í huga, að rit-
gerðarhöfundur tilfærir eins konar frásagnartæknilega stefnuskrá Kambans
á 72. bls.:
„Handling! udbryder han. Handling er for mig en Biting. For mig er det
Replikerne, det kommer an paa, og saa at sige udelukkende dem. Det er
Replikemes Aand og Betydning, som er det afgprende."
Ég hygg, að forvitnilegt hefði verið að bera saman rómantísku og raun-
sæilegu leikritin með þessa yfirlýsing Kambans í huga.
Raunar sakna ég þess mest í þessari ritgerð, hve höfundur gerir litla grein
fyrir listrænni aðferð Kambans. Hvers konar leikrit samdi hann? Hvar ber
að skipa honum rúm í íslenzkri og skandínaviskri leikbókmenntasögu?
Eg hygg, að sú mynd, sem ritgerð Helgu Kress gefur af skáldverkum og
höfundarsérkennum Guðmundar Kambans sé óskýrari en þurft hefði að vera,
ef hún hefði ekki einbeitt sér svo mjög að ytri könnun og því að rekja efni og