Skírnir - 01.01.1970, Page 227
SKÍRNIR
RITDOMAR
221
einkenni verka hans hvers og eins í tímatalslegri röð. Þótt gott sé að hafa sína
krónólógíu í lagi, getur hún líka gert mönnum glennu, ef ekki er jafnframt
hugað að fleiri hlutum. Vegna fylgispektar við tímatalslega verðandi dregur
höfundur of sjaldan saman niðurstöður.
Þótt hér hafi verið fundið að nokkrum atriðum, breytir það ekki því, að
ritgerð Helgu Kress um Guðmund Kamban virðist traust og vandað verk
innan þess ramma, sem hún sjálf hefur sett því og rannsóknaraðferð hennar
hefur haft í för með sér. Er þess að vænta, að henni gefist kostur að vinna að
heildarkönnun á höfundarverki Guðmundar Kambans, áður en öll spor eftir
þennan mikla „dandy“ íslenzkra bókmennta verða horfin í sand. Til þess
hefur hún nú orðið meiri þekking en aðrir íslenzkir bókmenntafræðingar.
Sveinn Skorrí Höskuldsson
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
INNAN HRINGSINS
Heimskringla, Reykjavík 1969
Líkleca er síðasta ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar, Innan hringsins, ekki
meðal þeirra bóka hans, sem í heild orka sterkast á lesanda sinn eða verða
honum eftirminnilegastar. Skáldskapur hennar ber sömu einkenni og við
þekkjum frá fyrri bókum skáldsins. Það er e. t. v. skortur nýstárleika - fersk-
leika - sem því veldur, að vart verður talið, að skáldið á Kirkjubóli bæti um-
talsverðum áfanga við feril sinn með þessari bók. Það breytir hins vegar ekki
þeirri staðreynd, að Guðmundur Böðvarsson er eitt ágætasta ljóðskáld á ís-
lenzka tungu nú.
Eitt megineinkenni á skáldskap Guðmundar er sérstök kliðmýkt. Málið
sjálft í kvæðum hans syngur, á sér sína eigin tónlist. Guðmundur er skáld
strengleiksins. Hann slær ekki taktfast trumbur, né heldur þeytir hann gjalla
lúðra, en hrærir sinn eiginn - og oftast tónhreina - streng, frænda langspils
og lýru. Um mikið af skáldskap hans sjálfs eiga við orð hans um sveitina
hans:
Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn
og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin
í nótt.
Þessir eiginleikar Guðmundar hafa ekki sízt birzt í sinni fullkomnustu
mynd í ýmsum náttúruljóðum hans, lofsöngvum til lífs og gróðurs. Nýja bókin
hefst á slíku kvæði, Morgunversi:
Urdjúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttuhimininn bláan,