Skírnir - 01.01.1970, Page 229
SKÍRNIR
RITDÓMAR
223
Hér birtist minni eða stef, sem mjög er kjamlægt í skáldskap Guð’mundar:
Menn fara á mis við hina stóru stund lífsins - höndla aldrei hið mikla. Yið
ríðum hjá hinum rauða steini, vegum aldrei þann óvin, sem við hvessum
eggjar gegn. Þó er það blik steinsins og eftirvæntingarhrollur göngunnar á
hólminn, er aldrei verður markaður, sem gefur lífi okkar gildi. í þessum
ljóðum orkar sterkar tregi yfir atburðum, sem ekki gerðust, en spenna óorð-
inna hluta. Þetta gefur mörgum kvæðum Guðmundar blæ angurljóðs.
Af öðrum kvæðum þessarar bókar með tóni sögu og þjóðsögu má nefna
Klausturhestana, Tíu stökur af Ströndum og Gandvíkurgælu.
I síðast nefnda kvæðinu virðist augljós táknleg skírskotun til samtíma
veruleika þjóðar og mannkyns, en þá væri Guðmundi Böðvarssyni brugðið, ef
hann stæði daufur frammi fyrir vanda samtíðar sinnar. Berorðast slíkra kvæða
bókarinnar er Gömul minning úr skæruhemaðinum, í senn brýning og harm-
ljóð um hlutskipti andlegs hlutleysis:
Þeir rifu þig hægt, - og þó var það sár eftir sár.
Hún sveik þig sú von er leiddi þig ógæfusporin;
þeir skáru af þér svolítinn bita ár eftir ár.
- Og enginn veit nú hvenær seinasti bitinn var skorinn.
Þriðji meginþáttur þessarar bókar og sá, sem þar er einna ríkastur, em
Ijóð, sem kalla mætti lífsafstöðuleg, lífsuppgjörsleg eða heimspekileg. Auð-
vitað ber allur skáldskapur með einhverjum hætti vitni um lífsafstöðu og
heimsskoðanir höfundar síns, en undirrituðum virðist þó bera meir en oftast
áður hjá Guðmundi á hreinræktuðu, persónulegu lífsskoðanauppgjöri í þess-
ari bók.
Það er eitt höfuðeinkenni Guðmundar gagnvart heimspekilegum og lífs-
skoðanalegum vandamálum, að hann ætlar sér af. Afstaða hans markast
gjama af greindarlegri íhygli og gætilegri skoðun. Ef til vill koma ýmsar
eigindir, sem stundum em kenndar við bændur, hvergi glögglegar fram í
skáldskap Guðmundar en í hinum heimspekilega þætti. Þessi búmannlega
varkámi veldur því jafnframt, að hann þreytir sjaldan glímuna til fulls, hættir
aldrei öllu, stígur ekki fram á fremstu nöf.
Af þessum sökum orkar lífsvizka hinna hrein-heimspekilegu ljóða tíðum
sem veikari og óheilli en einlægni og afdráttarlaus heiðarleikur ýmissa ann-
arra kvæða, sem á yfirborðinu ætla sér minna lífsuppgjörslegt hlutverk.
Hér kynni að vera komið að veigamiklu atriði í höfundarverki Guðmundar
Böðvarssonar. Minnzt var á endurtekið stef, sem heyrzt hefur með ýmsum til-
brigðum í Ijóðum hans: Manninn, sem lætur rauða steininn liggja eða hittir
aldrei sinn óvin. Þetta stef fær dýpri, persónulegri og harmsögulegri blæ
með óútkljáða heimspekilega glímu skáldsins sjálfs að bakgrunni.
Búmannleg gætni, sem ekki vill hætta öllu sínu, en leitar skjóls í dálítið
meinlegu háði í stað þess að ganga á hólm við ýtrasta vanda, einkennir síð-
asta ljóð bókarinnar, Heimspeki. Skáldið dregur fram afsökun fyrir varkárri
afstöðu í þessum geimi: