Skírnir - 01.01.1970, Page 231
SKÍRNIK
RITDÓMAR
225
og ekkert framar þar inni
annað en skuggar þeirra
sem komu og fóru
og kvíða á ný þinni burtför
og flýja sem fyrr
snauðari en áður
vitandi fyrir víst
að innan við hverja hurð
sem að baki þér lokast
skilur þú eftir þinn skugga
þinn anda
þinn svip.
Víst liefur Guðmundur Böðvarsson skilið eftir sinn skugga, sinn anda og
sinn svip innan þess hrings, sem líf okkar er.
Sveinn Skorri Höskuldsson
STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON:
HLIÐIN Á SLÉTTUNNI
Helgafell, Reykjavík 1970
Einkennilega mikil hófstilling mótar allt höfundarverk Stefáns Harðar
Grímssonar. Hún birtist þar margvíslega.
Þess er ef til vill fyrst að geta, hversu hægt hann hefur látið sér um að
gefa skáldskap sinn út á prent. Fyrsta bók hans, Glugginn snýr í norður,
kom út 1946, síðan Svartálfadans 1951. Þá liðu nítján ár, unz hann nú, 1970,
gaf út þriðju bók sína. Hún nefnist Hliðin á sléttunni, og í henni eru sextán
ljóð.
Slík aðgát skálds gagnvart prentverkinu er ekki yfrið algeng á síðustu
árum í okkar samfélagi auglýsinga og sölumennsku, þar sem ung skáld geta
freistazt til að gefa út bækur svo ört sem kvæðu þau sína höfuðlausn á hverri
nóttu eða vildu a. m. k. reyna að bjarga einhverju af veröldinni við aðrar
hverjar sólstöður.
Einhver kynni samt að spyrja, hvort svo hófsöm útgáfustarfsemi skálds bæri
vitni um annað en að það hefði að sama skapi lítið að segja lesendum sínum.
Sjálfsagt geta margar og ólíkar orsakir legið til slíks, en að því er varðar
Stefán Hörð, þykir mér ósýnt, að nokkurt annað skáld hafi í rauninni síðustu
árin haft meira að segja sínum lesanda en hann.
Hófstilling Stefáns Harðar birtist þó ekki fyrst og fremst í skáldskapar-
magni eða bókafjölda, heldur miklu fremur í öllu viðhorfi hans og yrkingar-
15