Skírnir - 01.01.1970, Page 232
226
RITDOMAR
SKÍRNIR
aðferð. Sjálfur skáldskapurinn og mál hans ber þessari hófstillingu vitni.
Rödd hans og allt tónfall kvæðanna mótast af henni.
Þegar flett er fyrstu bók Stefáns Harðar, Glugginn snýr í norður, virðist
glöggt, að hann hefur við upphaf skáldferils síns staðið undir ríkum áhrifum
frá Steini Steinari. Svo sterk eru þessi áhrif í sumum kvæðanna, að menn gætu
talað um bergmál. Eitt af því, sem gleður við lestur þessarar nýju bókar, er
það, hvemig Stefán Hörður hefur ávaxtað arfinn frá Steini. Skáldskapurinn
ber því vitni, að hann hefur lært af meistaranum, en hann hefur þroskazt frá
honum, öðlazt sinn eiginn svip og sína eigin rödd.
Nefna má tvö atriði, sem minna á Stein. Kann þar þó ekki síður að ráða
svipað upplag og skáldeðli en áhrif. Skáldskapur Stefáns Harðar er sjón-
rænn eins og oft hjá Steini, og sömuleiðis er notkun litarorða ekki ósvipuð.
í annan stað er þeim sameiginlegt ákveðið, útsmogið, óhöndlanlegt orðalag,
sem stundum getur verið meinlegt, stundum margrætt. Það skal samt ítrekað,
að einnig um þessi atriði stendur Stefán Hörður nú sem sjálfstætt og þroskað
skáld.
Minnzt var á margræðni. Það á við margt í þessari bók. Svo er t. a. m. um
nafn hennar og Ijóðaheitin Flugmundir, Bersalir, Mörleysur. í ætt við marg-
ræðni er einnig sá þversagnakenndi hugsanaleikur, er birtist ekki sízt í þeim
Ijóðum, sem sett eru upp sem prósi. Stundum er því líkt sem hann leiði hugs-
unina í hring eða fái hana til að bíta í sporð sér, svo að minnt getur á skreyti-
list. Nefna má sem dæmi um þetta Ijóðin Eiríkur góði, Eter eða Játning, sem
er stytzt þeirra:
Ég strika yfir þetta ljóð sem ég hef skrifað á
þessa hvítu örk. Ég strika yfir þetta ljóð sem
er af orðum gert, orðum sem áttu að vera um
þig eins og þetta ljóð. En hefði svo verið mundi
þessi hvíta örk hafa breytzt í gullinn söng.
Þess má geta, að sex ljóða bókarinnar eru sett upp í prósaformi, og önnur
sex bera heiti, sem hafa tímamerkingu eða geta haft hana; örugglega Ijóðin
Heyannir, Síðdegi, Nón, Eindagar og sennilega líka Fymska og Flugmundir.
Svo að vikið sé frekar að orðfæri höfundar, virðast orð og orðasambönd,
sem hafa tímamerkingu eða merkja breyting tíma, skipa drjúgt rúm í skáld-
skap hans. Dæmi úr fyrsta kvæði bókarinnar, Flugmundum:
Það er sumarið
sem málar bláar vindskeiðar
á dagsbrúnina.
/—/
Lúðurinn breytir um hljóm
þegar haustar á fjöllum.
/___/