Skírnir - 01.01.1970, Page 235
SKÍRNIR
RITDÓMAR
229
Laufsalir heitir fjall á Síðumannaafrétti og mað-
urinn sem er þar á reiki leitar að þessu fjalli
en þar er og Laufsalavatn og allt í einu stendur
hann á vatnsbakka og sér spegilmynd fjalls í
vatninu en eygir hvergi fjallið sjálft. Undar-
legt hugsar hann og heldur áfram göngunni.
Er líf okkar allt og tilvera kannski aðeins skuggamynd og speglun, eins
og þeir gömlu sögðu? Hver erum við og hvar erum við? Ef til vill er allur
skáldskapur Stefáns Harðar í þessari bók tilraun til svars við þeirri spum -
tilraun til að þekkja manninn og líf hans.
Allur tónn og afstaða þessa síðasta ljóðs eru mjög einkennandi fyrir skáld-
skap Stefáns Harðar. Hljóðlátur, hófstilltur og hlédrægur skoðar hann líf
og háska nútímamannsins í eilífri verðandi og hreyfing ljóss og tíma. Fín-
leikur ljóða hans gerir alla túlkun örðuga. Eg hef lesið þau aftur og aftur,
tugum eða hundruðum sinnum, og þau vaxa og verða áleitnari við hvem lest-
ur. Slíkt er fáum höfundum gefið.
Sveinn Skorri Höskuldsson
SVAVA jakobsdóttir:
LEIGJANDINN
Helgafell, Reykjavík 1969
„Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir.“
Upphafsorð skáldsögu Svövu Jakobsdóttur slá grunntón að stefi hennar;
í sem fæstum orðum mætti segja að hún fjalli um öryggisleysi, árangurs-
lausa leit eftir öryggi og afleiðingar slíkrar leitar. Hún fjallar um það hræðslu-
bandalag öryggisleysingjanna sem ekkert öryggi veitir, en sviptir þá sínu sér-
staka lífi og reisn, gerir þá ófæra um að standa á eigin fótum.
Leigjandinn virðist munu færa þeim Pétri og konu hans öryggi í líki pen-
inga sem gerir þeim kleift að byggja, en öryggisleysi þeirra ristir dýpra en
svo að steinkastalar fái byrgt það úti, og að lokum standa þau öll hjálpar-
vana og ráðþrota frammi fyrir þeim ókunna sem knýr dyra.
Menn hafa velt því fyrir sér fram og aftur í ræðu og riti hvernig bezt
megi túlka táknmál þessarar bókar. Eru þar uppi ýmis ólík sjónarmið, allt
frá Jóhanni Hjálmarssyni sem vill lesa bókina sem einangraða veröld án
tengsla við íslenzkan veruleika, til Gunnars Benediktssonar sem vill lesa
hana sem allegóríu þar sem hvert atvik eigi sér sögulega samsvörun í við-
skiptum Islendinga og Bandaríkjamanna. Það gefur til kynna vissa takmörk-
un bókarinnar, skort hennar á raunverulegri dýpt, að síðarnefnda túlkunin
er mun nær lagi, að það má raunverulega lesa bókina sem allegóríu uppá