Skírnir - 01.01.1970, Síða 236
230
RITDÓMAR
SKÍRNIR
utanríkispólitík íslendinga síðastliðin 25 ár. Þegar ég kalla slíkt takmörkun
á ég auðvitað ekki við að utanríkispólitík Islendinga sé á einhvem hátt vont
efni, heldur hitt að merkingarumfang táknmálsins hlýtur að þrengjast þegar
unnt er að lesa bókina á allegórískan hátt. Athyglin beinist óþarflega mikið
frá frumatriðum bókarinnar, þ. e. öryggisleysi í ýmsum myndum, einkum eins
og það birtist í lífi íslenzkrar húsmóður, og að þeirri umdeildu spumingu
hvort hér skuli vera erlendur her eða ekki.
Ýmsir hafa bent á að tákn bókarinnar séu ekki einræð, þ. e. bókin sé ekki
hrein allegóría. Þetta er rétt, en allegóríski leshátturinn liggur svo beint við
að hann hlýtur að draga úr margræðni táknanna og jafnvel villa fyrir les-
andanum. Þannig var það t. d. algengt í umræðum um bókina að menn vildu
fá að vita hver ókunni maðurinn í bókarlok væri, fyrir hvaða hlutvemleik
hann stæði. Var hann kannski kommúnisminn (jú, hann var rauður í fram-
an) eða var hann kannski þriðji heimurinn? Slíkar spurningar geta að
sjálfsögðu átt rétt á sér og verið fróðlegar til umhugsunar, en því aðeins að
ekki sé heimtað við þeim eitt ótvírætt svar.
Gunnar Benediktsson spyr t. d. hver sé eiginlega táknræn merking kaflans
þar sem Pétur sýgur mjólk úr brjósti konu sinnar og fær það svar að konan
sé móðir jörð, fjallkonan, sem endumæri börn sín. Einungis slíkt svar, þar
sem táknið samsvarar einum ákveðnum hlut eða hugtaki, finnst honum nægj-
anlegt. Hér er að vísu sumpart um að ræða misskilning Gunnars á eðli tákna
í skáldskap, en einnig það að allegórískum leshætti, leit að beinni samsvömn
tákns og hlutar, er gefið undir fótinn með allri byggingu sögunnar. Sá sem
les umræddan kafla með augun opin fyrir öllum merkingum textans sér að
hann verður ekki lagður út á svona einfaldan hátt, að merkingin konan=
móðir(jörð) er að vísu til staðar, en einungis sem hluti flóknari heildar; t. d.
er grunntónn kaflans kynferðislegur og meginhlutverk hans auðvitað það að
undirstrika vangetu og ósjálfstæði Péturs.
Þegar á heildarbyggingu bókarinnar er litið fæ ég ekki betur séð en viss
togstreita myndist milli þeirra tveggja leshátta sem ég hef lýst hér að framan,
að bókin geri það aldrei fyllilega upp við sig hvað hún er að gera. Hin alle-
góríska bygging verður of yfirgangssöm og þvinguð til þess að sagan nái að
anda af verulega fersku lífi.
Sagan sjálf er vel byggð og víða prýðilega sögð. Svava skrifar hreinan
og beinan stíl sem hæfir vel þeirri persónu sem hún lýsir. Allt em þetta góðir
kostir og þegar á heildina er litið er Leigjandinn vafalaust með beztu íslenzku
prósaverkum síðustu ára. En það segir ekki ýkja mikið um raunveruleg gæði
bókarinnar; svo lágt hefur risið á þeirri framleiðslu verið að undanfömu að
ekki þarf nein óhemjutilþrif til að skaga uppúr flatneskjunni. Bók Svövu er
fyrst og fremst snotur, vel unnin stúdía á vel þekktum félagslegum fyrirbær-
um, færð í húning eftirminnilegra táknmynda, en hana skortir þá tilfinninga-
legu spennu, þá merkingarlegu breidd, eða það bitra háð sem þarf til að
skapa snilldarverk.
Sverrir Hólmarsson