Skírnir - 01.01.1970, Síða 237
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI:
HIMINBJARGARSAGA EÐA SKÓGARDRAUMUR
Helgafell, Reykjavík 1969
Þoksteinn frá Hamri bregður sér í bók sinni í gervi sagnaþuls; það er líkt
og við sitjum og hlustum á mann tala, rekja gömul ævintýri, fílósófera fram
og aftur um mannlífið, reika milli fortíðar og nútíðar, ævintýris og veruleika.
Hugurinn reikar víða. Þessi orð mættu kallast nokkurs konar einkunn bók-
arinnar, síendurtekin gefa þau í skyn aðferð hennar, maðurinn lætur hug-
ann reika um heim sinn, bæði þann sem hann byggir þessa stundina og þann
sem vex inní vitund hans útúr djúpi sögu og skógi ævintýra. Og sér þar engin
skil.
Það er auðvitað, að í slíkri bók er ekki fast byggingarlag, ekki skorðaður
söguþráður með risum og stígandi, heldur er bókin full af útúrdúrum, inn-
skotum, hugleiðingum. Þó er ákveðin framvinda í bókinni, nokkurs konar
söguþráður sem er spunninn í kringum Sigurð, Himinbjörgu, jarlinn og hans
dót, ókindina og slysið yfirvofandi. Himinbjörg er eins og nafnið bendir til
hugsjónin sem á að bjarga mannkyni frá hinum illu öflum, jarli, nom og
öllu því hyski, en jarl hefur náð henni á sitt vald og hefur hana í kastala
sínum sér til dundurs. Sigurður er hetjan (Sigurður karlsson, Sigurður Fáfn-
isbani, Sigurður ormur í auga) sem leggur af stað til að frelsa Himinbjörgu,
þ. e. hann er byltingarmaðurinn sem leggur upp til að leysa hugsjónina úr
læðingi, gera hana að veruleika. En leiðin er löng og smám saman dofnar
hetjuljóminn yfir Sigurði, hann leiðist útí óhæfuverk. Boðskapur hans missir
fyrri hreinleika, fyrr en varir er hann búinn að svíkja hugsjónina meira
eða minna. Og Himinbjörg, hún er annaðhvort gengin jarli á hönd og lifir
sældarlífi í höll hans, ellegar þá að hún er ekki til, eins og nakti maðurinn
tilkynnir þeim félögum. Ferð Sigurðar mistekst. En í bókarlok býr hann sig
undir nýja ferð til að frelsa heiminn, því að Sigurður er eilífur, hversu oft
sem honum mistekst þá sprettur hann ævinlega upp aftur til að leggja út í
samskonar för eða svipaða.
Hvemig ber að skilja þetta ævintýri? Sigurður er persónugervingur bylt-
ingaraflanna sem eru ævinlega að bregðast, en spretta alltaf upp aftur, von-
glöð og fersk. Lenín í fyrradag, Maó í gær, Guevara í dag, guð veit hver á
morgun. Ferill Sigurðar endurspeglar feril allra byltingarmanna, frá frum-
hreinleik hugsjónarinnar til pólitískra hrossakaupa og undanlátssemi við
harðsnúinn veruleika. í bókinni blandast byltingarhetja nútímans gömlum æv-
intýraminnum sem bera í sér sama draum, karlssyni sem barðist við drekann
og vann drottningu og hálft ríkið, eða frelsaði jómfrúna dým úr kastala
níðingsins, öllum þessum frelsurum og verndurum þess hreina og góða sem
fólk hefur skapað sér til huggunar í grimmum heimi. En hreinleiki frelsarans
og göfgi hugsjónarinnar helzt hvergi óspillt utan ævintýranna. Við þá stað-
reynd verðum við að sætta okkur sem lifum í heimi veruleikans. En hvers