Skírnir - 01.01.1970, Page 240
234
RITDOMAR
SKÍRNIR
hve lítilli samfelldri ástundun þær lýsa - að þýðingum Jóns Óskars úr frönsku
einna helzt undanskildum. Enda hefur enn í dag enginn höfundur komiff hér
upp sem gerffi þýðing nútímaljóða aff aðalviðfangsefni sínu. Einmitt vegna
þess hve hraflkenndur mikill þorri þessara þýðinga virffist og stopul þau kynni
sem þær lýsa má efast um hin miklu erlendu áhrif sem ýmsir hafa þótzt
merkja á formbyltingu ljóðagerðarinnar.
Norrænn módernismi í skáldskap, og einkum þá sænskur, hefur allt um það
haft áhrif á kynslóð atómskálda, þótt þau kynni hefðu mátt leiða til meiri og
betri þýðinga og hefffu þá jafnframt ef til vill orffið áhrifameiri og nytsam-
legri. Ætla má að kynni þeirra af ýmsum skáldskap á fjarlægari tungumálum
hafi einnig orðið um norræn mál, norrænar þýðingar nýr gluggi út á við til
annarra þjóffa. Svo kann að vera um pólsku og tékknesku ljóðin, sem eru
annar meginþáttur í bók Einars Braga, að þau séu þýdd úr þriðja máli, þó
hvergi sé þess reyndar getið í bókinni. En þau virðast mér fremur áhugaverð
sem mannleg og félagsleg skilríki en ljóffrænn skáldskapur á íslenzku: stíll
þeirra með einhverju móti fjarlægari ljóffskyni þýðandans, þó þau séu vissu-
lega að öllum jafnaði einnig smekklega orðuð á íslenzku.
Hrafnar í skýjum ber með ýmsum hætti vitni um fjölbreytt áhugamál og
undirrætur hins ljóðræna módemisma í íslenzkum skáldskap eins og hann
hefur þróazt frá stríffslokum, verðleika hans engu síffur en takmarkanir. Eins
og „atómskáldskapurinn" sjálfur auffkennast Ijóðaþýffingar „atómskálda“ ef til
vill fremur af almennum ljóffrænum áhuga og ástundun en tiltakanlegri stíl-
eða stefnufestu, og hin almennu kynni formbyltingarskáldanna af erlendum
samtíðarskáldskap af alls konar tagi hafa vafalaust orffiff þeim sjálfum mikils-
verð meðan mestur styr stóð um þá og verk þeirra. Um hitt er torveldara að
dæma hver varanlegur ávöxtur er líklegur til aff verða af verkum þeirra á þessu
sviði. Og þá er reyndar komið aff öðru efni: framvindu þeirrar Ijóffagerðar
sem við tekur að formbyltingu ljóðsins sjálfri aflokinni.
Olafur Jónsson
GUÐBERGUR BERGSSON:
ANNA
Helgafell, Reykjavík 1969
Sé manni greitt rothögg, þá hringsnýst einfaldlega allt fyrir aug-
unum á honum. - Svanur.
Sé söguþrœSinum gefiS á hann, ruglast kerfið og snýst í marg-
brotinn skáldskap, sem stendur fastur í hænuhaus lesandans. -
Hermann.
Anna: Svör
Anna er þriðja verkiff í tilraunaflokki þeim með söguefni og söguform sem
Guffbergur Bergsson hóf meff Tómasi Jónssyni, metsölubók, 1966, en skylt virð-