Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 241
SKÍRNIR
RITDÓMAR
235
ist að líta á bækumar þrjár um Tómas, Ástir samlyndra hjóna og Önnu sem
samstæðan flokk sagna. Önnu mætti án efa kalla glæsilegustu skáldsögu Guð-
bergs: þá sem lengst leiði formbyltingu skáldsögunnar til þessa. En eins og
endranær um rit Guðbergs Bergssonar er örðugt að lýsa efni sögunnar svo að
gagni komi. Án þess að ætla sér að gera þessu stórvirki Guðbergs nein tæm-
andi skil, né því skóna að verkinu sé endanlega „lokið“ þó bækuinar séu
orðnar þrjár, má að svo komnu reyna til að gera sér grein fyrir nokkmm þátt-
um í tilraunastarfi, formbyltingu höfundar eða hvað menn kjósa að nefna við-
leitni hans.
Með Tómasi Jónssyni, metsölubók vom landamerki venjulegs raunsæis marg-
víslega rofin. En sjálfur er Tómas þar fyrir eins og annað sögufólk Guðbergs
að stofni til upprunninn úr raunsæislegum skáldskap. Greina má fmmdrög
ævisögu hans í myrkviði frásögunnar, fjarska skringilegrar sálfræðilegrar lýs-
ingar: sögð til hlítar að þeim hætti væri saga hans, til dæmis, gagnrýni „alda-
mótamannsins“ í íslenzku þjóðlífi og bókmenntum. Metsölubók dregur saman
ógrynni alls konar efnis. En einn þráður hennar er smásmyglisleg uppmálun,
afhjúpun með afskræmingu smáborgaralegra lífskoðana og verðmætamats,
annar ýtarleg skopfærsla alls konar skáldskaparefnis og þess hugmyndaheims
sem það tjáir. Paródíumar í sögunni beinast ekki fyrst og fremst að stílfari
heldur hugmyndaforða sem þær tæta sundur og vísa á bug. Á sama hátt tekur
sagan upp og vísar frá sér raunsæislegum og sálfræðilegum frásagnarefnum,
einu af öðru, í klúrri og afbakaðri mynd. Sundrað form hennar kemur heim
við hugmyndalega niðurrifsstefnu sögunnar: Tómas Jónsson byltir um og
brýtur niður venjubundið söguform, afneitar því eins og öðmm viðteknum
verðmætum.
Tómas Jónsson varð tímanna tákn: fyrsta alskapaða and-hetja íslenzkra bók-
mennta. Þannig séð kann hann að minna á „söguhetjur" Samuels Becketts,
lýsing karlsins í körinni með sinni sterku áherzlu á líkamlegan vanmátt,
hrömun og uppgjöf. Tómas Jónsson er kynósa bók, þrungin margskonar kyn-
ferðislegu efni, ævinlega grófu og klúm. Eitt meginstef hennar er upplausn,
sjálfseyðing Tómasar sem skrifar sjálfan sig bókstaflega til agna í sögu sinni.
Og samfara hamskiptum hans verður myndbreyting, eins konar goðmögnun
konunnar í sögunni. Þetta kynferðislega efni er freistandi að sjá í samhengi
við hina illúðugu kvenlýsingu, Þómnni móður drengs í Músinni sem læðist,
fyrstu skáldsögu Guðbergs, 1961. Það verður æ gleggra hve margt verk hans
eiga frá fyrsta fari sameiginlegt, ekki bara „formbyltingarsögur" hans á seinni
árum. Þegar í allrafyrstu bók hans, Ijóðakverinu Endurteknum orðum sem
einnig kom út 1961, kemur fyrir landslagslýsing, lítils þorps fyrir opnu hafi,
lýsing mannlífs sem er eins og fyrirboði sögufólks og sögusvæðis hinna seinni
sagna hans. I Músinni sem læðist er þessi umhverfislýsing um hið sálfræði-
lega söguefni aukin og lögð niður fyrir lesandanum með natúralískum hætti.
Og þegar í þessari bók örlar á hinni ofurraunsæju frásagnaraðferð Guðbergs
sem í seinni bókunum setur sterkastan svip á stílshátt hans.
Ofurraunsæi: orðið felur í sér stílfærslu og ýkjur, afbökun allt að skmm-