Skírnir - 01.01.1970, Síða 242
236
RITDÓMAR
SKÍRNIR
skælingu. Frásögnin er sett saman úr fjölmörgum „raunréttum" efnisatriðum,
frumsnið félagslegs og sálfræðilegs veruleika eru hvarvetna greinanleg að baki
hennar. En það er ýkjustíllinn sem veldur merkingu, tilfinningu hennar: efni-
við veraleikans sjálfs, venjulegs raunsæis, skipað í nýtt og oftast nöturlegt
samhengi. Ef andhetja Guðbergs Bergssonar minnir á Samuel Beckett beinir
hinn „verulegi" eða „rauntrúi" efnisþáttur í verkum hans, eins og
einnig að sínu leyti ýmsar furðu- og óhugnaðarsögur Tómasar og í Astum
samlyndra hjóna, huganum að skáldsögum Giinters Grass: þessi nöfn eru þó
fremur tilfærð til marks um það hve skyld viðleitni Guðbergs er stefnu og
aðferðum ýmsra erlendra samtíðarbólonennta en til að halda fram eiginlegum
áhrifum þeirra á hann. Berast verður félagslegt mið sagnanna í Astum sam-
lyndra hjóna sem a. m. k. einum þræði fjallar um hersetuna í landinu, lýsir
aldarfjórðungs sambýli hers og landsmanna, en hið sama sambýli er þáttur
þorpslýsingarinnar í Onnu. En gagnrýni Guðbergs er jafnan siðferðislegs efnis,
fremur en pólitísk, lýsir úrættu þjóðlífi, mannlífi í upplausn, heimsmynd sú
sem verk hans draga upp auðkennist af ljótleika og grimmd, tilgangsleysi og
merkingarleysi allra hluta. Þetta „neikvæði“ við öllum efnivið hinnar raun-
sæislegu samtíðarlýsingar sem hvarvetna fer mikið fyrir í sögum hans er eitt-
hvert sterkasta auðkennið á aðferð Guðbergs ásamt ýkjustílnum sem auð-
vitað helgast af því. Lífsýn, hugarheimur sagnanna er byggður upp úr frum-
efnum veruleikans, ýktum og afbökuðum af ógeði allt að hatri, þar sem eina
linkindin er stórgert og hrikafengið skop höfundarins. I þessu efni hefur Guð-
bergur hvergi gengið lengra né náð samfelldari árangri en í Önnu.
Taka má eftir því að einustu „jákvæðu" mannlýsingar í sögum Guðbergs
Bergssonar eru afi og amma drengsins í Músinni sem læðist.Afi er sjávarbóndi
í gamla stíl, sagan gerist í hinni fornu byggð á Torfunni, en sjálft hefur
þorpið flutzt að nýrri höfn, hjá Tanga. Þar gerast sögumar í Leikföngum
leiðans, 1964, þar sem hefðbundin sögusnið eru að gliðna sundur fyrir hinni
ofurraunsæju frásagnaraðferð. Manngerð, mannshugsjón afa er gagnrýnd og
afhjúpuð í sögu eins og „Rakstri" í Astum samlyndra hjóna, lýsing ömmunnar
í Önnu, það er ekkert rúm fyrir hana lengur við þá heimsmynd sem þessar
sögur draga upp með þorpið í sjónarmiðju. í Önnu er til að dreifa eins og
smásögunum reglulegri atburðarás, tilgreindu sögusvæði og sögufólki: hjón-
ununi Sveini og Katrínu, sem ganga gegnum þrjár síðustu bækur Guðbergs,
börnum þeirra, fjölskyldulífi á sunnudegi, heimkomu þriggja ástandskvenna
úr þorpinu frá Ameríku, vinnu Sveins á Vellinum, fyrirhugaðri veiðiför elzta
sonarins, útistöðum yngri systkinanna og þorpsæskunnar á sjoppunni Rauðu
myllunni. Þessi efnisatriði mega vera til marks um „frumsnið veruleika“ á frá-
sögninni, og „frumefni" raunverulegra hluta og atburða eru hvarvetna auð-
kennileg í hinum ýtarlegu samræðum bókarinnar. Sagan fer fram umsnúningi
verulegs hugmyndaforða sem jafnharðan svarar til ýkjulýsingar efnislegs veru-
leika, leitast við að bræða þetta saman í einn málm.
Tómas Jónsson, metsölubók var fjarska fjölskrúðugt og efnismikið, „opið“
verk, auður og tilbreytni efnisins, lífmögnun stílsins, fáránlegt skop frásög-