Skírnir - 01.01.1970, Síða 243
SKÍRNIR
RITDOMAR
237
unnar voru líkast til áminnilegustu auðkenni þess. 11vað’ sem öðru leið miðl-
aði verkið heilli mannlýsingu, Tómasar Jónssonar, hins eilífa íslendings, alda-
mótamanns og smáborgara, sem vafalaust er hingað til markverðasta nýjungin
sem Guðbergur Bergsson hefur lagt til bókmennta samtíðarinnar. Ofugt við
Tómas er Anna „aflokað“ verk, þó sagan sé ekki síður efnismikil, byggt í
slunginn hring um lítið hverfi mannlífs, hversdagslegt og fáránlegt í senn.
Hún lýsir einskonar „andheimi" neikvæðisins, lífsfirringar og tómhyggju. Að
einum hætti dregur hún upp, með mikilli leikni, fullkomlega afkáralega skrípa-
mynd mannlýsinga og annars efniviðar raunsæislegs skáldverks, og með því
móti kann hún að flytja raunhæfa ádeilu á samtíð sína, hætti og siði og hugs-
unarvenjur. Anna, Astir samlyndra hjóna, Tómas Jónsson, metsölubók miðla
allar saman ýtarlegri og óhrjálegri samfélagslýsingu með fullkomlega merk-
ingarbærum hætti. Engu að síður verður seint komizt fyrir allt „efni“ sagn-
anna með því að einangra það með þessum hætti frá „formi“ þeirra, lífsýn,
skoðanir sagnanna vart metnar til hlítar aðgreindar frá öðrum þáttum þeirra.
Formbylting: þrjú síðustu verk Guðbergs Bergssonar má fyrst og síðast
skoða sem tilraunir með söguform og sögueíni. Hið kynferðislega efni Tómas-
ar Jónssonar safnaðist um stef niðurlægingar og niðurrifs - sem margsplundr-
að frásöguform verksins svaraði nákvæmlega til. Öfugt við virðist Anna leitast
við að byggja upp form frásögu á nýjan leik, nýjan hátt um kvenmynd sög-
unnar: mynd mannlífs sem hverfist um sjálft sig, sjálfnægt. Tómas Jónsson
var tómur tilbúningur. Anna yrkir sjálf söguna af sér og sínu liði. En bak
við bæði tvö stendur skuggamyndin Hermann-Svanur, staðgengill höfundarins
í verkinu, sem einnig er látið heita að „tengi atriðin" eða „segi sögurnar“ í
Ástum samlyndra hjóna. Skynsamleg skýring þeirrar samstæðu mætti ætla að
léti í té lykil að hugarheimi sagnanna, en slíka skýringu virðast sögumar
sjálfar að svo komnu ekki láta uppi. Innst inni em sögur þessar myrkar, dul-
arblandnar - knúðar fram að því er virðist af persónulegum tilfinningalegum
hrolli sem þær skýra aldrei sjálfar til hlítar þótt þær láti hann með áminni-
legum hætti í ljós með sjálfum stílshættinum, aðferðum og efni frásagnarinn-
ar. Bækur Guðbergs Bergssonar verða lesendum sínum áraun með ýmsu móti:
hin ágenga og ýtarlega uppmálun fullkomlega neikvæðrar lífsýnar, óhrjálegrar
í hverri grein, ekki síður en sundurtætt og splundrað söguformið. En undur
má það heita ef sögutækni sú sem tekið hefur mótun í þessum verkum á ekki
senn eftir að nýtast í aðgengilegri sögum - til meiri hlítar en enn er orðið.
Ólafur Jónsson