Skírnir - 01.01.1978, Blaðsíða 223
SKIRNIR
RITDOMAR
221
allt um sitt heimafólk frá þessum timum, meiri skýringar en látnar eru í té.
En þá er þess að gæta, þegar hér er komið sögu, að fram er kominn allstór
hópur islenzkra bænda, sem hafði í ýmsu borgaraleg viðhorf einmitt af því
að þeir stunduðu borgaralegan atvinnurekstur og voru að verulegu leyti
ánetjaðir markaðskerfi, þ.e. háðir verðlagi á því sem þeir keyptu og seldu.
Hér á ég við þá útvegsbændur, sem verkuðu afla sinn að mestti eða öllu til
útflutnings.
Þetta voru ckki einvörðungu saltfiskverkendur af Vestfjörðum og Breiða-
firði, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og frá sunnanverðum Faxaflóa. Hér eru
einnig komnir til sögunnar útgerðarmenn hákarlaskipa við Eyjafjörð, í Fljót-
um og víðar. Að vísu voru flestir þessara útvegsmanna bcendur og höfðu
ugglaust alla ævi bændaviðhorf í mörgum málum. En margir þeirra sýndu
oft að þeim óx ekki í augum að bollaleggja um háar tölur, mikið fjármagn —
og lánsfé, sem þó þurfti að greiða á umsömdum gjalddögum og undanbragða-
laust. Enn var allur þorri íslenzkra bænda ófús á að stofna vísvitandi til
skulda. En tækist svo til má segja að það hafi verið þjóðarsiður að reyna í
lengstu lög að refjast við að borga.
Eins og vænta má koma prestar talsvert við þá sögu, sem hér er sögð. Þeir
voru í Þingeyjarsýslu eins og víðar margir forystumenn á ýmsum sviðum og
liðtækir vel, hvort sem var á sviði stjórnmála, verzlunarsamtaka eða búnaðar-
mála. Eitt er þó, sem betur mætti koma fram um presta fyrri tíma en löng-
um hefur gert: Margir þeirra höfðu að staðaldri skóla á heimilum sínum,
að minnsta kosti meðan þeir áttu sjálfir böm á unglingsaldri. Kenndu sumir
þeirra sjálfir, og var algengt að þeir tækju auk eigin barna (ef til vill væri
réttara að segja sona) nokkra bændasyni, sem til þeirra var komið. Fleiri
munu þeir prestar samt hafa verið, sem fengu yngri menntamenn, t.d. að-
stoðarprest, skólagenginn son eða tengdason, sem ef til vill beið þess að fá
brauð, eða nýbakaðan stúdent, sem hugðist afla sér fjár til frekara náms, til
þess að annast slíka kennslu.
Sögur fara af nokkrum ungum þingeyingum, sem hugðu á Brasilíuferð á
sjöunda áratugnum og hófu þá nám í dönsku til þess að geta lœrt þýzku og
siSan portúgölsku. Enn síðar getur um enskunám á Stórutjörnum hjá Páli
Þorlákssyni stúdent, síðar presti í Vesturheimi. Enskunemar hans munu
flestir eða allir ásamt honum sjálfum hafa fyrirhugað búferlaflutninga vestur
við fyrstu hentugleika. — Ég drep á þetta til þess að minna á, að víða kunna
námfúsum ungmennum að hafa opnazt smugur til þess að láta óskir sínar
rætast að einhverju leyti.
Bændafundir þingeyinga — og fleiri landsmanna — sem ótrúlega oft skjóta
upp kolli i frásögnum nítjándu aldar manna, án þess frekari deili séu á
þeim sögð, vekja áleitna spurningu. Voru þetta sérstök tímanna tákn eða
gömul fyrirbrigði, — jafnvel eklforn? í dagbókum sínum talar Jón Jónsson
í Mjóadal um bændafundi sem alþekkt fyrirbæri, en þá er hann reyndar að
skrifa fyrir sjálfan sig. Hans fundir virðast oft vera haldnir eftir messu, en
þó ekki ávallt á kirkjustaðnum.