Skírnir - 01.09.1996, Page 13
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
259
skáldskapurinn einkenndist hins vegar af því að „hann talaði frá
hjartanu til hjartans" en lét formið sitja á hakanum (120).
Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um að með fyrrnefndu
stefnunni á Tómas við klassisismann en með hinni síðarnefndu
við það sem oftast er nefnt rómantík.8 Til þessa bendir ekki að-
eins greinargerð hans með stefnunum tveimur og upptalning á
helstu fulltrúum þeirra, heldur einnig sú staðreynd að á fyrri
hluta 19. aldar voru lýsingarorðin rómantískur og kristinn nánast
samheiti í hugum margra. Þýska skáldið Jean Paul Richter komst
t.d. svo að orði árið 1804 að „maður gæti allt eins kallað róm-
antískan skáldskap kristinn", en Grímur Thomsen talaði um
„kristna andann, - rómantíkina" árið 1845.9 Tómas segir að milli
skáldskaparstefnanna tveggja hafi tekist sættir um aldamótin
1800, enda skildu menn „að hvörutveggi má til að fylgjast að“
(121). Þar með myndaðist spánnýr grundvöllur sem þýskir rit-
höfundar samtíðarinnar byggja á. Að sögn Tómasar halda þessir
höfundar „ekki í neina staka stefnu heldur allar þær sem mannlig-
ur andi getur tekið“ (122). Þó sé „hin trúarbragða-kristiliga"
stefna mjög ríkjandi, ásamt hinum „þjóðliga anda“ (122).10
Ljóst er að það er ekki af þekkingarleysi sem Tómas sneiðir
hjá hugtakinu rómantík, heldur stafar það miklu fremur af við-
horfi hans sjálfs, eða þeirra höfunda sem hann styðst við, til
þýskra samtímabókmennta. Tómas hefur ekki heldur verið and-
snúinn bókmenntafræðihugtökum sem slíkum. I umræðu sinni
um þýska skáldið Uhland víkur hann t.d. að „inntakandi ung-
lingsligum (naiv) kvæðum“ hans þar sem þýsk fornöld er endur-
vakin um leið og vísað er til samtíðarinnar (123). Hér hefur
Tómas líkast til í huga alkunna skiptingu Schillers á bókmenntum
8 Þannig hefur Árni Sigurjónsson líka skilið Tómas. Sbr. Bókmenntakenningar
síðari alda. Reykjavík 1995, 377.
9 Jean Paul Richter. Vorschule der Ásthetik. Werke V. Miinchen 1963, 93.
Grímur Thomsen. Om Lord Byron. Kaupmannahöfn 1845, 224. P. M.
Mitchell nefnir einnig nokkur dæmi þessum lík úr sænskum bókmenntum í
grein sinni „Scandinavia / Romantisk - Romantik - Romantiker," 389.
10 Árni Sigurjónsson kennir sættir „hins gamla útvalaanda“ og „hinnar guðræki-
ligu stefnu" við rómantisma í Bókmenntakenningum stðari alda, 377. Sú nafn-
gift virðist þó um margt hæpin. Hér er miklu fremur vísað til þjóðlegrar
(há)rómantíkur.