Skírnir - 01.09.1996, Page 19
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
265
Af þessum bókmenntagreinum - og upphaflegu móðurmáli
rómönsunnar, rómönsku eða völsku - var orðið rómantískur
dregið þegar það kom fyrst fram í ensku og þýsku á síðari hluta
17. aldar og héldust böndin þar á milli lengi órofin.21 Meðal
þeirra sem bentu á merkingartengsl rómantíkur og rómansins var
Friedrich Schlegel sem komst svo að orði árið 1800: „Rómaninn
er rómantísk bók“.22 Svipuð ummæli viðhafði líka danskur sam-
tímamaður Konráðs, Steen Steensen Blicher, á fimmta áratugn-
um.23 Sumir þýskir höfundar gengu jafnvel enn lengra. I munni
Novahs var rómantíker einfaldlega rómanahöfundur og rómantík
fræðin um gerð slíkra bókmennta.24 Orðið rómantískur gat þann-
ig haft sömu eða svipaða merkingu og þýska orðið romanhaft eða
danska orðið romanagtig, en það þýðir Konráð svo: „líkur því
sem er í ástarsögum“. A þessum tíma voru líka flestar skáldsögur
(eða skröksögur) ástarsögur.
Upphaflega hafði lýsingarorðið rómantískur haft neikvæða
merkingu í þessu samhengi, enda vísaði það til efnisþátta eða lýs-
inga sem 17. og 18. aldar menn töldu á einhvern hátt frábrugðin
raunverulegu lífi, væru furðuleg, ýkjukennd eða jafnvel ósönn.25
Óþarft virðist hins vegar að gera ráð fyrir því að skröksaga sé
skammaryrði í munni Konráðs (fremur en t.d. ástarsaga), þótt
sjálft orðið láti kannski ekki mjög vel í eyrum nútímamanna.
Af orðabók Konráðs má ráða að íslenskir menntamenn hafa
um miðbik 19. aldar verið velkunnugir þeim hugtökum sem hér
21 Árið 1950 rökstuddi William Craigie réttmæti þess að kalla fyrirlestur sinn
um íslenskar rímur „Rómantíski skáldskapurinn á Islandi" með þeim orðum
að efni þeirra væri fyrst og fremst sótt í innlendar og erlendar rómönsur. Sbr.
The RomanticPoetry of Iceland. Glasgow 1950, 5.
22 Friedrich Schlegel. „Gesprách iiber die Poesie,“ 209. Þess ber að geta að í hug-
um þýskra rómantíkera spannaði orðið Roman mun víðara svið en hefð-
bundnar skáldsögur gera. Á það var miklu fremur litið sem sambræðing marg-
víslegra bókmenntaforma en afmarkaða bókmenntagrein.
23 Sbr. Asbjorn Aarseth. Romantikken som konstruksjon, 96.
24 Sbr. Hans Eichner. „Germany / Romantisch - Romantik - Romantiker,“
'Romantic’ and Its Cognates, 102-103 og 142-43.
25 Sá merkingarauki er enn fyrir hendi hjá Geir T. Zoéga. Ensk-íslenzk orðabók.
Reykjavík 1932 (1. útg. 1896). Þar er orðið romantic skýrt svo: „rómantískur,
skáldsögulegur; fáheyrður, ósennilegur“ (537).