Skírnir - 01.09.1996, Page 23
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
269
þýskættuð rómantík oft látin spanna tímann frá 1802-1825, þegar
við tekur fransk- og enskættaður rómantismi (romantisme) og
stendur til 1850. Þess má geta að Grímur átti lengi framan af fast-
an sess í þessari dönsku bókmenntasögu vegna skrifa sinna um
enskan og franskan samtímaskáldskap og þar var hann allajafna
orðaður við rómantisma.32 Það hugtak hefur hins vegar verið afar
fágætt í umræðu íslenskra bókmenntafræðinga um skáldskap 19.
aldar. I stað þess hafa þeir oft notað orðið síðrómantík. Eins og
síðar verður vikið að kenndi Matthías Jochumsson Jónas Hall-
grímsson þó við rómantisma í fyrirlestri árið 1907, en ekki virðist
ljóst hvort hann hafi talið þetta sérstaka stefnu eða einungis sam-
heiti hugtaksins rómantíkur.33
I almennum inngangskafla meistaraprófsritgerðar sinnar, Om
Lord Byron frá árinu 1845, gerir Grímur Thomsen enn gleggri
grein fyrir hugtakinu rómantík jafnframt því sem hann setur það
í samhengi við evrópska lista- og bókmenntasögu.34 Að hætti
fjölmargra samtímamanna sinna á Norðurlöndum fylgir Grímur
náið þeim kenningum um rómantíska list sem þýski heimspek-
ingurinn Hegel hafði sett fram í ritinu Ásthetik (1835), en líka
hefur verið bent á að hann sæki hugmyndir sínar að einhverju
leyti í fagurfræði dönsku gagnrýnendanna P. L. Mollers, J. L.
Heibergs og H. J. Martensens sem einnig voru dyggir fylgismenn
Hegels.35
Með söguhyggju Hegels að leiðarljósi skilgreinir Grímur
rómantík sem eitt af þeim þremur grundvallarlistformum sem
32 Paul V. Rubow. Dansk litterœr kritik i det nittende aarhundrede indtil 1870.
Kaupmannahöfn 1921, 208. Vilhelm Andersen. Illustreret dansk litteratur-
historie III. Kaupmannahöfn 1924, 675. Henning Fonsmark. „Islandsk litt-
eratur efter 1400,“ Litteraturen i Danmark - og de evrige nordiske lande.
Kaupmannahöfn 1954, 135.
33 Matthías V. Sæmundsson víkur einnig að rómantisma í bók sinni Ást og út-
legð. Studia Islandica 44. Reykjavík 1986, 226-28. Hann tengir stefnuna þó lítt
íslenskum bókmenntum.
34 Um ritgerð Gríms hefur rækilegast skrifað: Jorgen Erik Nielsen. Den samti-
dige engelske litteratur og Danmark 1800-1840. 1. bindi. Kaupmannahöfn
1976, 404-19. Sjá líka Richard Beck. „Grímur Thomsen og Byron,“ Skírnir III
(1937), 129-43.
35 Paul V. Rubow. Dansk litterœr kritik, 208.