Skírnir - 01.09.1996, Page 28
274
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
þjóðarskáldskap og þjóðarsnillinga, en meðal þeirra nefndi hann
norrænu skáldin Holberg og Oehlenschláger:
[...] en hjá hinum síðarnefnda tendruðu síðustu neistar fornnorrænnar
goðafræði og hetjualdar heilagt bál og sköpuðu heiðna rómantík á
Norðurlöndum (hina einu sinnar tegundar), sem stendur tæpast neitt að
baki kristinni rómantík annars staðar í Evrópu. (5)
Þessi rómantík heiðninnar er augljóslega sú hugsjón sem
Grímur hefur að leiðarljósi í skrifum sínum um íslenskar bók-
menntir síðari alda, um leið og hún er sú viðmiðun sem hann hef-
ur jafnan fyrir sér í mati sínu á þeim. Skrif hans um þetta efni eru
að vísu sorglega fá, en eiga engu að síður skilið að þeim sé gefinn
gaumur. I lok greinarinnar „Sérkenni íslenzkra bókmennta“ vík-
ur hann máli sínu rétt aðeins að bókmenntum 19. aldar og getur
þar sérstaklega ljóða þeirra Eggerts Olafssonar, Jónasar Hall-
grímssonar og Bjarna Thorarensens. Hann bendir á að þessar ný-
íslensku bókmenntir séu bæði að máli og efni framhald hinna
fornu skáldmennta og sem slíkar verðskuldi þær að Norður-
landabúar gefi þeim gaum. Síðan bætir hann við:
Af sjálfu leiðir - vegna stjórnmála- og félagslegrar afturfarar í landinu -
að nýrri ljóðlist íslendinga (svo sem Eggerts Ólafssonar og einkum
Jónasar Hallgrímssonar) ber að nokkru leyti nútímasvip vegna skyld-
leika við hin nýju þjóðfélagslegu raunakvæði, þar sem skáldhjartað hefur
orðið að dvelja, jafnvel helzt um of, við andstæðurnar milli fortíðar og
nútíðar. Nýþýzka veiklunin, jafnvel endurómur frá Herwegh og Heine,
hefur þannig fundið leið til hins fjarlæga og afskekkta eylands, að vísu
aðeins í hverfulum, ljóðrænum geðblæ; en þetta er einungis stundarfyrir-
brigði, því að ekki getur ólíkari tjáningu sársauka en taugaslaka ólund
nútímans og kröftuga sorg norræns hugar. Því er það, að kjarkmikil og
djúphugsuð ættjarðarkvæði Bjarna Thorarensens, sem búa reyndar yfir
þunglyndi, stinga svo í stúf við kveinandi, viðkvæm, sorgþrungin ætt-
jarðarljóð með dálitlu spotzku ívafi, sem frumstætt skáldeðli getur leiðzt
út í við samlestur Ossíanskvæða og sorgljóðaskálda nútímans. Þess
vegna vegur og trúnaðartraustið á forsjóninni og sögunni, sem kemur
fram í hinum alltof fáu ættjarðarkvæðum Bjarna Thorarensens, langtum
þyngra gagnslausri bölsýni og kvenlegri angurværð, sem sorgarljóð
skáldstefnu vorra tíma bera á torg. (81)