Skírnir - 01.09.1996, Page 31
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
277
Thomsens á ritgerðum sínum um norrænan skáldskap.43 Árið
1866 komu orðin rómantík og rómantískur í fyrsta sinn fyrir í ís-
lensku prentmáli, í ávarpsorðum Matthíasar fyrir þýðingu sinni á
söguljóði Tegnérs, Friðþjófssöguó4 Þar lýsir Matthías meðal ann-
ars listfræðilegri nauðsyn þess fyrir Islendinga að finna „miðil"
þar sem hægt sé að samþýða áhrif fornra norrænna bókmennta
menntun og smekk nútímans og draga fornöldina þannig niður til
vorra daga. I því samhengi bendir hann á fordæmi danskra skálda
á fyrstu áratugum 19. aldar, svo sem Oehlenschlágers, Inge-
manns, Grundtvigs og Hauchs, sem öll ortu söguljóð eða harm-
söguleiki um „fornöld vora“:
Þessi skáldskapur Dana er óneitanlega sannari, hraustlegri og kjarna-
meiri, enn margt í inum svo nefnda rómantíska skáldskap; en svo kallast
einkum sá kveðskapur, er fylgir andastefnu miðaldanna, en þó kippir
Dönum mjög í það kyn; enda er þjóðerni Dana og öll þeirra menntan
annars vegar háð og skyld Þjóðverjum, en þar á rómantíkin enn óðal sitt.
Einkum þykir mjer miðaldablærinn einkenna of mjög rit Ingemanns og
Grundtvigs. (xv-xvi)
Eins og sjá má telur Matthías að rómantíski skáldskapurinn
sæki fyrirmyndir sínar til miðalda og eigi mest fylgi meðal Þjóð-
verja þótt skáld ýmissa annarra þjóða hafi fylgt í fótsporið. Auk
dönsku skáldanna Ingemanns og Grundtvigs nefnir hann sérstak-
lega sænsku „Phosforistana" sem „voru þýðverskir í anda, og
unnu mjög rómantíkinni“ (xvi). Af þessu má ráða að Matthías
hefur afmarkað rómantísku stefnuna fremur þröngt, þ.e. við
heimspekilegan (eða ídealískan) straum hennar þar sem megin-
áherslan var lögð á almenn sannindi. Hann virðist t.d. ekki hafa
litið á sænsku „Gautana" Geijer og Tegnér sem rómantíkera, en
þeir byggðu skáldskap sinn á þjóðlegum (og mun raunsærri)
grunni og sóttu efni einkum til norrænnar fornaldar. I neðan-
málsgrein víkur Matthías reyndar að öðrum skilningi á hugtakinu
43 Sbr. Grímur Thomsen. „On the Character of the Old Northern Poetry,"
Studia Islandica 31. Reykjavík 1972, 43-105.
44 Sbr. Matthías Jochumsson. „Ávarp til lesendanna og formáli fyrir Friðþjófs-
sögu,“ Friðþjófssaga eptir Esaías Tegnér. Reykjavík 1866.