Skírnir - 01.09.1996, Page 32
278
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
rómantík sem einnig var alvanalegur á þessum tíma: „Stundum
kallast romantík allur nýrri tíma skáldskapur, sem eigi er stæling
ins classiska“ (xvi). Hér er rómantíkin hvorki bundin tilteknu
landi né yrkisefni, heldur einfaldlega skoðuð sem andóf nútíma-
skálda gegn klassískum hefðum.
Samanburður Matthíasar á þýskri og danskri rómantík er sér-
staklega áhugaverður og minnir nokkuð á skrif Gríms Thomsens
um nýþýsku veiklunina og hina heiðnu rómantík tveimur áratug-
um fyrr. Báðir leggja þeir áherslu á að skáld hafi nútímann jafnan
til hliðsjónar þegar þau yrkja um fortíðina. Auk þess beinir
Matthías orðum sínum sérstaklega gegn óraunsæi og ýkjum
þeirra miðaldabókmennta sem menn tóku sér helst til fyrirmynd-
ar, hvort heldur þær eru þýskar eða norrænar. Þannig vísar hann
að mörgu leyti fram á við til íslenskra raunsæismanna níunda ára-
tugarins: „það stoðar eigi að stara gegn um töfra-skuggsjá ýktra
fornsagna á löngu horfnar aldir, og segjast svo eigi sjá þar annað
enn eintóma óbætanlega fegurð og frægð“ (ix). Því síður mega
menn stæla hinn forna skáldskap fram úr öllu skynsamlegu hófi,
segir Matthías, enda hefur það „stundum hleypt kyrking í hug-
smíðaafl þeirra, og bundið þá við eintómt formið“ (x).
Frá árinu 1866 finnst annað dæmi um hugtakið rómantík í
skrifum Matthíasar, í þetta sinn í sendibréfi til Steingríms Thor-
steinssonar.45 Þar lýsir Matthías fyrstu kynnum þeirra tíu árum
fyrr.
[...] ég lærði að þekkja þig á hinu rómantískasta tímabili æfi minnar, þeg-
ar ég var að ráfa í ljósaskiptum menntunarinnar milli vonar og ótta um
komandi forlög, þegar ég var í anda og eðli líkt og krossfari, sem annað
veifið þykist þegar hafa náð hinum heilaga stað, en hitt veifið örvæntir
um allt, og verður feginn hverju æfintýri, sem fyrir honum verður. (36)
Þetta er líklega fyrsta og jafnvel eina dæmi þess að íslenskt
skáld 19. aldar kenni sjálft sig eða líf sitt við rómantík og greini-
legt er að hér hefur orðið allt aðra og jákvæðari skírskotun en í
ávarpi Matthíasar fyrir Friðþjófssögu. Það vísar til tilfinninga-
45 Matthías Jochumsson. Bréf Matthíasar Jochumssonar. Akureyri 1935.