Skírnir - 01.09.1996, Page 34
280
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
lega. Af orðum Matthíasar má ráða að hann hafi að sönnu að-
hyllst þetta ídealíska viðhorf, - og geri reyndar enn, á sínum
„góðu stundum". En skáldið er sér hins vegar fullkomlega með-
vitað um þær stórkostlegu blekkingar og ýkjur sem það felur í sér
og að „sá gamli skáldskapur [...] er ekki hinn sanni skáldskapur“.
Ekki virðist langsótt að setja þetta viðhorf Matthíasar í samhengi
við þá vinda sem léku um danskar bókmenntir frá 1845-1855 og
kenndir eru við gagnrýninn ídealisma (kritisk idealisme). Slíkir
vindar voru líka farnir að blása um íslenska menningu um þessar
mundir, eins og vel kemur fram í sendibréfi Matthíasar til séra
Davíðs Guðmundssonar frá 1874, þar sem hann mælir eftir Sig-
urð Guðmundsson málara látinn: „hann var strang-móralskur
ídealisti og svarinn fjandmaður allrar hræsni, kúgunar og villu“
(322).
Vert er að gefa því gaum að Matthías notar hugtakið rómantík
nánast ekkert á 7. og 8. áratugnum þegar hann ræðir um íslenskan
samtímaskáldskap. I sendibréfi til séra Jóns Bjarnasonar frá árinu
1874 minnist hann þó á „villta og tryllta“ list Benedikts Gröndals
þar sem öllu ægir saman: „það, sem hann yrkir, er inspireruð
óregla, barok rómantík eða antík, sem hvorki individualiserast,
rationaliserast né epiderast, en fjölkunnugt skáld er hann eftir
okkar gamla, íslenzka skilningi“ (231).
Jónas Jónasson
Eins og áður var sagt eru ummæli Matthíasar Jochumssonar um
rómantíkina hálfgerðir staksteinar í íslenskri bókmenntaumræðu
síns tíma. Næstu dæmi um hugtakið finnast í alllangri ritgerð sem
Jónas Jónasson skólapiltur, síðar prestur að Hrafnagili, birti vet-
urinn 1877-1878 í handskrifuðu blaði nemenda Lærða skólans í
Reykjavík. Ritgerðin bar heitið „Rómantík og Rómana-skáld-
skapr“ og takmarkaðist við sagnagerð.48 Fyrirsögn greinarinnar
minnir reyndar á þann gamla skilning orðsins rómantíkur sem
áður var vikið að, þ.e. að það vísi til skáldsagna eða „rómana“,
48 Jónas Jónasson. Rit Bandamannafélagsins III. Lbs. 3327 4to.