Skírnir - 01.09.1996, Page 39
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
285
Hann minnist þó hvergi á hugtakið rómantík né vísar á annan
hátt til þeirrar stefnu.
Hugtakið rómantík komst ekki heldur á dagskrá í ritdómi
Jónasar Jónassonar um Verdandi.56 Þar eins og hjá Matthíasi eru
aftur á móti dregin skörp skil milli realista og ídealista og tekur
Jónas einarðlega afstöðu með hinum fyrrnefndu, þ.e. þeim sem
„skoða hlutina og lífið eins og það er“ (51-52). Hann gerir hins
vegar lítið úr viðleitni ídealista til að „yrkja um eitthvert óljóst og
dulið hugsjónalíf, sem átti að vera fólgið á bak við hið sýnilega líf,
enn þó hvervetna að koma fram í því, ef vel var að gáð“ (51). Það
er einkum með þessar andstæður í huga sem Jónas skoðar og
metur skáldskap raunsæismanna til verðleika og í munni hans
verður orðið „idealismi“ þá hið versta skammaryrði. Þetta sést
vel þegar hann ræðir um smásögu Einars Hjörleifssonar Kvarans,
„Hvern eiðinn á eg að rjúfa“, en að sögn Jónasar er hún „nokkuð
blandin í stefnu, og innan um hana er blandað hálfónáttúrlegum
,Idealismus‘“ (52).
Ritdómur Jónasar kallaði fram hörð viðbrögð tveggja ólíkra
rithöfunda, raunsæismannsins Jóns Olafssonar og Benedikts
Gröndals, sem margir meina að hafi verið helsti rómantíker
Islendinga.57 Báðir fundu þessir höfundar að hugtakanotkun
Jónasar þegar hann ræðir um realisma og ídealisma. Jón taldi t.d.
skilning hans á realisma ónákvæman og benti á að realistar gætu
líka haft hugsjónir og virt kristna trú, en Benedikt Gröndal áleit
að Jónas drægi allt of skörp skil milli stefnanna tveggja og fullyrti
að ídealismi og realismi, eins og hann hefði komið fram hjá hin-
um eldri mönnum, væri eitt og hið sama (348). Þeir Jón blönduðu
hugtakinu rómantík þó ekkert í málið, og það gerði Jónas ekki
heldur í svargrein sinni við skrifum þeirra.58
Eins og þessi umfjöllun ber með sér var hugtakið rómantík lítt
áberandi í opinberri umræðu um Verðandi, og vekur það vissu-
56 Jónas Jónasson. „Nýjar bækur. Verðandi," Þjóðólfur, 24. júní og 6. júlí 1882.
57 Jón Ólafsson. „Hitt og þetta,“ Skuld, 1. júlí 1882. Benedikt Gröndal.
„Athugasemdir," fsafold, 10. og 15. júlí 1882. Sbr. Ritsafn III, Reykjavík 1950,
347-50.
58 Jónas Jónasson. „B. Gröndal, Idealismus og Realismus," Þjóðólfur, 1. ágúst
1882.