Skírnir - 01.09.1996, Side 40
286
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
lega nokkra athygli þegar staða ritsins í íslenskri bókmenntasögu
er höfð í huga. Eini ritdómarinn sem vék máli sínu að rómantík
var Jón Olafsson þegar hann lýsti því sem einkennir þá höfunda
sem telja má lærisveina Brandesar og eru kallaðir realistar:59
Að formi til eru þeir ólíkir mönnum innar eldri stefnu (rómantíkurum)
að því, að þeir gæta þess betur að allar lýsingar sínar sjeu trúar, sjeu lýs-
ingar þess, sem í raun og veru á sjer stað í náttúrunni og lífinu. Þeir
beztu þeirra eru oft, ef svo mætti segja, málarar í orðum. Að efni til mis-
munar þeim frá inni eldri stefnu í því, að þeir lýsa mannfólki á jörðunni
eins og það er, en búa ekki til fyrirmyndir, sem engan stað eiga sjer í líf-
inu. Þar eru „realistarnir“ mótsettir „ídealistunum". In nýju nútíðarskáld
eru sálarfræðingar; þeir eru sálarfræðingar úr inum nýja skóla, nema
meira af mönnum en af bókum. En þeir eru líka líflæknar mannlegs
fjelags; „rómantíkararnir" tóku sjer einatt yrkisefni framan úr miðöld-
um; og þá er þeir tóku yrkisefni frá samtíð sinni, þá gjörðu þeir þær hlið-
ar lífsins helzt að umtalsefni, sem sameiginlegar eru mannlegri náttúru á
öllum tímum og í öllum löndum; þeir hjeldu sjer við ið almenna; það
þótti enda vera að niðurlægja skáldskapinn, að taka hann í þjónustu
stundarbaráttu aldarinnar og aldarháttarins. (58)
Hér notar Jón hugtökin rómantík og ídealismi nánast á víxl
sem andhverfu realisma í 19. aldar bókmenntum. Ef hægt er að
greina einhvern mun hugtakanna tveggja þá felst hann í því að á
rómantíkina er fremur litið sem bókmenntastefnu eða bók-
menntatímabil en á ídealismann sem ákveðið viðhorf til veruleik-
ans. Þar með væru andstæðurnar tvennar, annars vegar milli real-
isma og rómantíkur og hins vegar milli realisma og ídealisma.
Slíka túlkun má reyndar styðja með þeim orðum Jóns sjálfs að
realisminn geti birst í tveimur myndum. Það séu bæði til „realist-
ar að stefnu til, af fullri meðvitund, af því að menn aðhyllast aðr-
ar listfræðilegar skoðanir eða kenningar en áður“, og realistar „að
búningi“, þ.e. höfundar sem birta að sönnu raunsæjar lýsingar en
tilheyra ekki „realistiskum skóla“ samtímans (59). Sem íslenska
fulltrúa þessara síðarnefndu realista nefnir Jón 17. aldar skáldið
Stefán Ólafsson og Jón Thoroddsen sem oftast hefur verið talinn
til rómantíkera.
59 Jón Ólafsson. „Bókmentir. Verðandi,“ Skuld, 29. júní og 22. júlí 1882.