Skírnir - 01.09.1996, Page 42
288
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
þótt Gríms kvæði sje rómantiskt, en Bertel[s] realistiskt, og þó vjer ann-
ars höldum meira upp á realistisku stefnuna en rómantisku. (58)
Þetta er að öllum líkindum elsta prentmálsdæmi þess að til-
tekið skáldverk íslensks höfundar sé kallað rómantískt og munu
vandfundin fleiri dæmi um slíkt bókmenntamat frá 19. öld. Mun
auðveldara er að benda á dæmi þess að menn dragi í efa tengsl
íslenskra skálda við rómantíkina. Það gerði t.d. Gestur Pálsson í
„Avarpsorðum" sínum fyrir tímaritinu Suðra hinn 6. janúar
1883.62 1 upphafi greindi hann frá því að í ritinu yrði einkum fylgt
„hinni svonefndu realistisku stefnu“ sem teldi „að ekkert sé fag-
urt (o: eigi sæti í list eða skáldskap) nema það sé satt (og komi fyr-
ir í mannlífinu eða náttúrunni)" (434). I framhaldi af þessu sagði
hann svo:
Rómantíkin - en hún hefir aldrei komið hingað til landsins í sinni skörp-
ustu mynd - eða rómantisku skáldin töldu það einkenni skáldsins, að
þau leituðu burtu frá heiminum, öfluðu sér friðar og hvíldar frá stritinu í
mannlífinu með því að búa sér til heim langt fyrir ofan skýin, og skipa
þann heim verum, er eigi höfðu annan líkama en hugmyndina eina. Svo
þegar víman leið af þeim, þá vöknuðu þau - á sama staðnum og Sól-
skjöldur sálugi. (435)
Sú skoðun Gests að rómantíkin hafi aldrei komið til Islands í
sinni skörpustu mynd hefur orðið afar lífseig í umræðu um ís-
lenskar bókmenntir 19. aldar, og eftir því sem best er vitað varð
enginn til þess að andæfa henni. Benedikt Gröndal sá þó ástæðu
til að svara ávarpsorðum Gests með grein sem hann nefndi „Real-
ismus og idealismus“ og birtist í Isafold 19. janúar árið 1883.63
Heiti greinarinnar gefur vel til kynna þær andstæður sem Grön-
dal sér mikilvægastar í umræðunni um skáldskap samtímans og
að orðinu rómantík víkur hann ekki utan þess þegar hann segir
undir lokin að Gestur lýsi einmitt „eins konar idealismus, þegar
hann er að lýsa rómantíkinni" (354). Eitt og sér sýnir það vita-
skuld hve samband þessara tveggja hugtaka hefur verið náið um
þessar mundir.
62 Sbr. Gestur Pálsson. „Ávarp ,Suðra‘,“ Ritsafn. Reykjavík 1927, 433-38.
63 Sbr. Benedikt Gröndal. „Realismus og idealismus,“ Ritsafn III. Reykjavík
1950, 351-54.