Skírnir - 01.09.1996, Page 44
290
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
tóninn í skrifum þeirra um suma innlenda fyrirrennara sína í
skáldskap, einkum Jónas Hallgrímsson. Sama ár og grein Brand-
esar um Tegnér birtist í Suðra gaf Hannes Hafstein einmitt út
Ljóðmœli og önnur rit Jónasar og fylgir þeirri útgáfu langur for-
máli þar sem Hannes lýsir ævi skáldsins og helstu einkennum
kveðskapar hans.68 Hannes bendir þar meðal annars á að Jónas
hafi að sumu leyti tekið sér Bjarna Thorarensen til fyrirmyndar,
einkum í elstu kvæðum sínum:
[...] en krapti Bjarna og dýpt nær hann ekki, og hið rómantiska flug hans
hefur hann ekki; er það ekki af því, að hann sje á móti því með vilja; [...]
en það stríðir á móti eðli hans sem náttúruskálds að geta það. (xl-xli)
Hér sést vel að Hannes hefur talið Bjarna rómantískt skáld en
Jónas ekki. „Sem skáld er Jónas í sínu innsta eðli náttúruskáld
{natúralisti)“, segir hann (xl) og grípur þar til hugtaks sem Brand-
es hafði notað í fyrirlestrum sínum frá árinu 1875 um (raunsæju)
ensku skáldin Worthsworth, Shelley, Byron og Scott, en til þeirra
leit hann með ólíkt meiri velþóknun en hugsæisskálda þýskrar
rómantíkur.69 Hér er því komið allt annað hljóð í strokkinn en í
áðurnefndri umfjöllun Gríms Thomsens frá 1845 þar sem Jónas
var orðaður við „nýþýsku veiklunina". Um leið minnir hugtakið
náttúruskáld, - og ummæli Hannesar um „eðli“ Jónasar - á áður-
nefnt hugtak Herders Naturdichter sem var einmitt haft um það
skáld sem stendur í nánu sambandi við þjóðina og yrkir eins og
náttúran kennir því en byggir ekki á lærdómi eða kunnáttu eins
og listaskáldið (Kunstdichter). Sjálfur benti Hannes þó eingöngu á
óbein tengsl Jónasar við enskan skáldskap:
Þennan náttúruskáldskap hefur hann að öllum líkindum ekki af ytri
áhrifum, því að hann þekkti ekki eða mjög lítið þau skáld, sem honum
mest svipar til í þessu, sem eru hin svokölluðu „Vatnaskáld“ (lake
school) á Englandi [...]. (xl)
68 Hannes Hafstein. „Um Jónas Hallgrímsson," Ljóðmœli og önnur rit eptir
Jónas Hallgrímsson. Kaupmannahöfn 1883.
69 Georg Brandes. „Naturalismen i England," Hovedstromninger i det 19de
Aarhundredes Literatur. Sbr. Samlede skrifter'V. Kaupmannahöfn 1900.