Skírnir - 01.09.1996, Page 46
292
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Frá 19. öld getur varla hvassari ummæla um rómantíkina.
Hún er sögð grundvallast á tilbúnum og óraunsæjum hugmynd-
um, klæddum í skrautlegar en innantómar orðaflíkur.
Hannes Hafstein, Benedikt Gröndal og Gestur Pálsson
Þó að Hannes Hafstein hafi ekki dregið dul á þá skoðun sína að
Steingrímur Thorsteinsson væri rómantískt skáld á áðurnefndu
málþingi, virðist hann hafa verið heldur spar á það hugtak í fræg-
um fyrirlestri sínum, „Hnignun íslensks skáldskapar", frá 14. jan-
úar 1888. Niðurlag þessa fyrirlestrar var prentað fáum dögum
síðar í Fjallkonunni og þar er rómantík hvergi nefnd á nafn.75
Hannes grípur hins vegar hvað eftir annað til hugtaks sem Georg
Brandes hafði áður notað við að skilgreina sex mismunandi bók-
menntahreyfingar í Evrópu frá 1789 til 1848 sem allar hafa líka
verið kenndar við rómantík. Þetta er orðið reaktion, þ.e. and-
spyrna eða „árétting aftrábak, þegar oflangt hefir verið gengið
áfram“, svo vitnað sé í skilgreiningu Hannesar. Sú andspyrna sem
Brandes taldi kröftugasta í bókmenntum 19. aldar beindist gegn
hugsjónum 18. aldar og byltingunni sem þá skók heiminn, en það
eru einmitt átök andspyrnu og byltingar (revolution) sem vinda
bókmenntasögunni áfram að dómi hans. Hvor tveggja er því rétt-
mæt og eðlileg ef hún fylgir aðeins straumi tímans og er lifandi og
kröftug.76
Að mati Hannesar einkennist andspyrna íslenskra skálda 19.
aldar af „þjóðernisátrúnaði" og „þjóðartilbeiðslu". Af orðum
hans má ráða að gildi þessarar afstöðu hafi hins vegar breyst frá
einum tíma til annars. Hún hafi verið „tímans lifandi barn“ á
dögum Bjarna og Jónasar „þegar þráin eftir að fá alþing endrreist
var mest“ og sömuleiðis um og eftir 1870 „þegar áhuginn var
mestr að fá stjórnarskrá" og „Jón Ólafsson vaknaði og stökk
albúinn fram úr tíðarandanum“. En nú sé þessi þjóðernishyggja
75 Hannes Hafstein. „Hnignun íslensks skáldskapar," Fjallkonan, 18. janúar
1888,6-7.
76 Sbr. Georg Brandes. „Inngangur að Meginstraumum,“ 98-99. Sjá einnig Jón
Karl Helgason. „Tímans heróp,“ Skírnir 163 (vor 1989), 111-12.