Skírnir - 01.09.1996, Side 49
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
295
kennist af rómantík: „Rómantík var grundvallareðli alls þessa
skáldskapar“ (53). Og að sögn Gröndals eru það fyrst og fremst
þessar fornaldarbókmenntir en síður erlendur 19. aldar skáld-
skapur sem er undirstaða norrænnar 19. aldar rómantíkur, jafnt
hjá skáldum eins og Oehlenschláger og Tegnér sem Bjarna
Thorarensen, sem „er sá mesti Rómantíker og Idealisti, sem vjer
eigum“ (58). Önnur íslensk skáld aldarinnar orðar Gröndal ekki
við rómantík í þessari ritgerð - utan Hannes Hafstein sem í
ferðavísum sínum verður „,Rómantíker‘ eins og aðrir“ (65). I síð-
ari skrifum sínum bætti hann fleirum í hópinn, svo sem Gísla
Brynjúlfssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Magnúsi Grímssyni, Stein-
grími Thorsteinssyni og Guðmundi Guðmundssyni skóla-
skáldi.78
Gestur Pálsson var öllu tregari til að kenna íslensk skáld við
rómantík í fyrirlestrinum „Nýi skáldskapurinn" frá 12. janúar
1889,79 og er það í samræmi við þá skoðun hans að rómantíkin
hafi aldrei komið til Islands í sinni skörpustu mynd. Hann segir
Bjarna Thorarensen reyndar hafa verið „fyrsta og mesta róman-
tíska skáldið á Islandi“ (378), en nefnir aftur á móti engin „önn-
ur“ eða „minni“ skáld sem aðhylltust þessa stefnu. Að dómi
Gests átti Bjarni heldur enga eftirkomendur: „Bjarni hefir svo
sem engin áhrif haft á íslenzkan skáldskap, en Jónas ákaflega mik-
il“ (382). Jónas er hins vegar hvergi orðaður við rómantík. Skáld-
menntun hans er að vísu „alveg útlend“ að mati Gests og meira
segja undir mestum áhrifum frá þýskum skáldum, sér í lagi
Heine, en þó er hann „svo íslenzkur í anda, að hann [verður] um
allan aldur talinn með okkar þjóðlegustu skáldum" (379). Er-
lendu áhrifin eru líka að mestu leyti bundin við skáldskaparform
Jónasar en síður við efnivið hans eða efnismeðferð. I tengslum
við þetta er athyglisverður samanburður Gests á þeim Bjarna og
Jónasi, en hann hefst á tilvitnun í ummæli Hannesar Hafsteins
um að Bjarni sé skáld hins innra en Jónas hins ytra. Síðan segir:
78 Sbr. Benedikt Gröndal. Dægradvöl, 301; Sami. „Ritsjá. Guðmundur Guð-
mundsson: Ljóðmæli. Reykjavík 1900,“ Ritsafn IV. Reykjavík 1953, 172-78.
79 Sbr. Gestur Pálsson. „Nýi skáldskapurinn,“ Ritsafn, 373-402.