Skírnir - 01.09.1996, Page 50
296
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Mér getur ekki betur fundist en að hvorugur þeirra sé skáld hin[s] innra,
hvorugur þeirra hvessir augun inn að rótum mannlífsins, og slíkt er
meira að segja gagnstætt skáldseðli þeirra hvors um sig, því Jónas er
skáld hinnar ytri náttúru og Bjarni er rómantiskt skáld; það er ekki eðli
rómantisku skáldanna að skygnast inn á við, heldur að draga rómantisk-
an hjúp yfir yrkisefni sín. (380)
Þó að þeir félagar, Hannes og Gestur, túlki skáldskap Bjarna á
ólíkan hátt virðast þeir á einu máli um Jónas, að minnsta kosti er
einsýnt að Gestur hefur ekki talið hann rómantískt skáld heldur
einhvers konar náttúruskáld, og þá frekar í merkingunni „skáid
sem yrkir um náttúruna“ en „skáld sem líkir eftir náttúrunni".
I umsögn Gests um önnur íslensk skáld, sem síðari tíma menn
hafa oftast kennt við rómantík, ber allt að sama brunni. Þar finnst
ekki snefill af rómantík. Þegar hann ber hugmyndaflug Benedikts
Gröndals saman við hugmyndaflug Bjarna segir hann: „Ofgar
Bjarna eru rómantík og öfgar Gröndals eru gandreið“ (385). Um
Grím Thomsen segir hann aftur á móti: „enginn hefir búið til
klassiskari íslenzk erfiljóð en „Sonartorrek“ og enginn hefir klætt
dauða- og grafar-hugsunina í íslenzkari búning en Grímur
Thomsen í Kirkjugarðsvísum sínum“ (388). I allnákvæmri grein-
ingu sinni á kveðskap Steingríms Thorsteinssonar gengur Gestur
þó einna lengst í að benda á hve hann skorti gjörsamlega þau ein-
kenni sem yfirleitt eru talin setja svip á rómantísku stefnuna. Hér
er miklu fremur lýst skáldi sem hneigist til þess klassisisma sem
Goethe og Schiller aðhylltust, þótt það hugtak sé að vísu ekki
nefnt:
I kvæðum hans lýsir sér ekki nein áköf tilfinning, ekki mikið hugmynda-
flug, heldur hugsun og skynsemi. Skáldgáfa Steingríms getur fundið til
og hafist á flug, en form Steingríms takmarkar hvorttveggja mjög. (386)
I ljósi bókmenntasögunnar kemur nokkuð á óvart að raunsæ-
ismaðurinn Gestur skuli telja þetta annmarka á kveðskap Stein-
gríms og þó er ef til vill enn athyglisverðara að heyra hann lýsa
því yfir að helsti „galli“ Steingríms liggi í því að fegurðartilfinn-
ing hans sé „ekki lífsandi, sem gefi ljóðum hans ljós og litskrúð,