Skírnir - 01.09.1996, Page 51
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
297
ekki efni, sem slái gullslit á það, sem skáldgáfa hans steypir“
(386). Þessi ummæli virðast að minnsta kosti stangast fullkomlega
á við áðurnefnda skoðun Hannesar Hafsteins að hjá Steingrími sé
allt „klætt í ljómandi rómantík" frá Þýskalandi.
Þegar kemur að Jóni Thoroddsen tekur Gestur undir það
sjónarmið sem Jón Olafsson hafði viðrað árið 1882 að hann sé
víða realistískur. Gestur fullyrðir jafnvel að í skáldskap 19. aldar
séu „öfgar í realistisku stefnuna“ mestar í sumum köflum skáld-
sögunnar Maður og kona (375). Ekki fer heldur á milli mála að
þessar realistisku öfgar eru um leið listrænir gallar að dómi Gests.
I umfjöllun sinni um Mann og konu bendir hann t.d. á hvað sag-
an sé „langorð, án þess að sú list liggi í stílnum, sem geri slíkt við-
unanlegt, hvað frásögnin er fátæklega hversdagsleg á sumum
stöðum, án þess að listin leggi neina blæju þar yfir“ (392).
Þessi gagnrýni Gests á sér augljósan bakhjarl í listfræði
Brandesar, sem taldi einmitt að listin ætti að fella „snilldarblæju
yfir allt, sem í sjálfu sér er ófagurt“.80 Um leið eru orð Gests
órækur vitnisburður um að raunsæismenn gerðu ekki síður háar
kröfur um listfegurð en eldri skáldakynslóðin hafði gert. Hvorir
tveggja byggðu í raun og veru á sama ídealisma. „Allur skáld-
skapur er ideel og þessvegna ,Idealismus‘, af því hann er æðri en
hið daglega tal,“ segir Benedikt Gröndal í fyrirlestri sínum „Um
skáldskap" (11). Og Gestur Pálsson kemst svipað að orði í fyrir-
lestri sínum: „allur skáldskapur, hvað sem hann svo er kallaður,
verður að vera innblásinn og gagntekinn af idealismus" (377).
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að hinar andstæðu fylkingar
gátu verið sammála um margt, þótt þær hefðu oft deildar mein-
ingar og þá sérstaklega þegar kom að þeim hugmyndum eða efni-
við sem skáldum var ætlað að taka fyrir í skrifum sínum. Það var
ekki síst í umræðu um þennan þátt sem raunsæismenn gripu til
hugtaksins rómantíkur, og þá yfirleitt sem skammaryrðis.
80 Sbr. Georg Brandes. „Iwan Turgenjew,“ Subri, 3. nóvember 1883, 79-80.
(Gestur Pálsson þýddi.)