Skírnir - 01.09.1996, Síða 54
300
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
skáldskap Jónasar. Því síður hafa menn tekið undir þau ummæli
Jóns að ljóðagerð Bjarna Thorarensens heyri fremur til skáld-
skapar 18. en 19. aldar, en þann dóm byggir hann fyrst og fremst
á formi kveðskaparins: „Alt form Bjarna heyrir til eldra tímabil-
inu og það er allur munurinn“ (14). Án þess að nefna það beinlín-
is dregur Jón hér í efa tengsl Bjarna við rómantíkina. Hann telur
hins vegar rétt „að kalla Jónas föður allrar yngri ljóðagerðar á Is-
landi" (14).85
Annar áhrifamikill rithöfundur 19. aldar, Matthías Jochums-
son, ítrekaði sömuleiðis skyldleika Jónasar við rómantíkina, bæði
skáldskaparstefnuna og tímabilið, í ræðu sem hann flutti á aldar-
afmæli skáldsins árið 1907.86 I þessari ræðu hélt Matthías því m.a.
fram að rómantíkin hafi magnast í Norður-Evrópu frá 1830, og
vísar þar hugsanlega til framsóknar enska og franska rómantism-
ans, að minnsta kosti notast hann einnig við það hugtak, eins og
Grímur Thomsen hafði gert í ritgerð sinni um nýfranska skáld-
skapinn:
Frá 1830 magnaðist meir og meir hin mikla þjóðlífshreyfing í Norðurálf-
unni, er hafði búið um sig í heila öld, þrátt fyrir Napóleonsstríðin. I
skáldskapnum er sú straumröst kölluð rómantík, og hún stóð enn í full-
um blóma, er Jónas lifði. Sá andi var óðardísarinnar óskabarn, og þótt
það barn yrði stundum kenjótt og þætti fara í gönur, má kalla, að það
hafi gáfaðra verið og betur gefið að mörgu en yngri bróðir þess varð,
hinn svo nefndi realismus. Þessi tími rómantismans var Jónasar tími. [...]
Fyrir list sína, stillingu og óbrigðula[n] fegurðarsmekk komst hann jafn-
hátt hinum beztu snillingum rómantíska tímans. (110)
Af síðari ummælum Matthíasar í þessari grein má reyndar
ráða að hann hafi talið rómantík Jónasar að einhverju leyti af
þýskum uppruna, og þá ekki aðeins ljóðform hans heldur einnig
85 W. M. Senner hefur einnig látið í ljósi efasemdir um að telja beri Bjarna meðal
rómantískra skálda. Þvert á móti falli margt í skáldskap hans eðlilega að bók-
menntakenningum íslenskra upplýsingarmanna. Sjá German Literature in Ice-
land and the Fabric of Modern Icelandic Literature: 1793 to 1847. (Ph.D.,
1971.) Ann Arbor, Michican 1986, 272-73.
86 Sbr. Matthías Jochumsson. „Jónas Hallgrímsson,“ Islenzkar úrvalsgreinar II.
Reykjavík 1977,107-13.