Skírnir - 01.09.1996, Page 55
SKÍRNIR
HUGTAKIÐ RÓMANTÍK
301
hugmyndir: „líklega hefur honum bezt geðjazt að heimsskoðun
Schelings og annarra rómantískra heimspekinga" (113). Þessi um-
mæli stangast á við skoðun flestra þeirra bókmenntamanna sem
hafa rætt um skáldskap Jónasar fyrr og síðar.87
Þegar komið var fram yfir aldamótin 1900 hafði orðið róman-
tík fengið enn eina skírskotun í íslenskri bókmenntaumræðu, þ.e.
það var notað til að auðkenna innlendan samtímaskáldskap. I
grein frá árinu 1901 komst Benedikt Gröndal m.a. svo að orði:
Rómantíkin hefur sigrað aftur og sezt í sitt gamla sæti, og beztu kvæðin
yngri og yngstu skáldanna, Einars Benediktssonar, Þorsteins Erlingsson-
ar og fleiri, þau eru einmitt rómantísk.88
Þessi ummæli sýna vel að Benedikt Gröndal hefur skynjað ótví-
ræð samkenni með þessum yngri skáldum, sem nú eru stundum
orðuð við nýrómantík, og hinum eldri skáldum 19. aldar. En hér
er líka komið að ákveðnum mörkum, - ekki aðeins í íslenskri
bókmenntasögu heldur líka í sögu íslenskrar bókmenntafræði, -
þar sem áberandi kynslóðaskipti verða. Þeir höfundar sem létu
hvað mest til sín taka í skrifum um bókmenntir á síðustu öld
hverfa nú af vettvangi einn af öðrum en nýir höfundar taka við.
Og þessir höfundar nálgast verkefni sitt oft á allt annan hátt en
fyrirrennarar þeirra, bæði vegna þess að þeir standa því fjær og
hins að þeir eru fyrst og fremst bókmenntafræðingar en síður
skáld eða rithöfundar.
Lokaorð
I þessari grein hefur verið leitast við að rekja sögu hugtaksins
rómantíkur eins og hún birtist í skrifum íslenskra manna á 19.
öld. Auðsætt er að sú saga er stórum lengri og margbrotnari en
menn virðast oft hafa talið. Ekki aðeins er sýnt að Islendingar
hafa öðlast kynni af þessu hugtaki talsvert fyrr en stundum er
87 Meðal undantekninga má þó nefna Svövu Jakobsdóttur. Sbr. grein hennar:
„Paradísar missir Jónasar Hallgrímssonar,“ Skírnir 167 (haust 1993), 311-62.
88 Benedikt Gröndal. „Til ritstjóra ^Bjarka4," Ritsafn IV, 1953, 136-37.