Skírnir - 01.09.1996, Page 57
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
„Ég verð konungur djöflanna“
Ast og óhugnaður í Ijóðum Davíðs Stefánssonar
1 inngangi AÐ NÝLEGU safni með ljóðum Davíðs Stefánssonar fer
Gunnar Stefánsson fögrum orðum um skáldið og segir að vin-
sældum þess á sinni tíð megi jafna við „þá hylli sem helstu stjörn-
ur dægurtónlistar og kvikmynda njóta nú á tímum".1 Þeir sem
lesa gamla ritdóma og greinar um ljóðabækur skáldsins geta fljót-
lega gengið úr skugga um sannleiksgildi þessara orða, en þeir
munu jafnframt reka sig á hve einhæf umfjöllunin um ljóð Davíðs
hefur verið. Það er líkt og gagnrýnendur hafi gert með sér þegj-
andi samkomulag um hvaða mynd skyldi draga upp af kveð-
skapnum og manninum á bak við ljóðin. Mest ber á upphöfnum
lofræðum um ástarljóð skáldsins og er þá gjarnan minnst á hug-
ljúf kvæði á borð við „Brúðarskóna", „Dalakofann“ og „Caprí-
kvæði“, „auðskilin og einföld ljóð, [...] einmitt ort fyrir æskuna
og draumana sem búa í hjörtum hennar", eins og Thor Vilhjálms-
son segir í minningarorðum um skáldið.2
Jafnframt er áhersla oft lögð á tilfinninganæmi Davíðs sjálfs
sem birst hafi í viðkvæmum, angurblíðum tóni ljóða hans og
draumblárri rómantík.3 I því sambandi má vísa til ritdóms um
Svartar fjaðrir, fyrstu bók skáldsins, sem birtist í Skírni árið 1920,
en þar er minnst á hve næmur Davíð er á kvenlegt eðli:
Eg gæti trúað því, að Davíð ætti eftir að segja margt það sem konur vildu
sagt hafa, því að á beztu kvæðum hans eru ýmis þau einkenni, sem
1 „Hinn frjálsi söngvari. Um ævi og skáldskap Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi". Formáli að Ljóðasafni Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Reykjavík 1995, s. 36.
2 Thor Vilhjálmsson: „Minning Davíðs Stefánssonar". Fiskur í sjó, fugl úr beini.
Reykjavík 1974, s. 34.
3 Kristinn E. Andrésson: Islenzkar nútímabókmenntir 1918-1948. Reykjavík
1949, s. 70-71.
Skírnir, 170. ár (haust 1996)