Skírnir - 01.09.1996, Page 59
SKÍRNIR
ÉG VERÐ KONUNGUR DJÖFLANNA
305
rekja til himnaríkis, og ef hún fær líkamlega fylgikvilla er því lýst
sem syndafalli og persónurnar fá slæma samvisku!8 Önnur róm-
antísk skáld afneita andanum.9 I stað hinnar harmónísku ástar
leggja þau áherslu á lystisemdir holdsins sem hægt er að svala og
valda ekki vonbrigðum og hugarangri eins og hinar hverflyndu
tilfinningar. Skáldin í þessum flokki leggja aðeins áherslu á þetta
líf, leiðin til skilnings á umheiminum liggur í gegnum sjálfið sem
fer út í heiminn til að verða sér úti um lífsreynslu. Karlmaðurinn í
ljóðum þessara skálda er gjarnan einangraður, útilokar öll önnur
samskipti við hitt kynið en þau kynferðislegu, hann er sadistískur
elskhugi sem tekur ekki tillit til annarra. Konan er verkfæri til að
fullnægja hvötum hans en um leið óvinur því hún ógnar hinu
lokaða sjálfi mannsins. Aðeins dauðinn getur bundið enda á þetta
stríðsástand og veitt hinum hrjáða langþráða ró; þess vegna birtist
dauðaþráin, sem stundum er af kynferðislegum toga, oft í róman-
tískum skáldskap.10 Þannig verði rómantískur skáldskapur alltaf
öfgakenndur hvort sem menn dýrka hold eða huga.
I kveðskap Davíðs Stefánssonar birtast til skiptis hinir plat-
onsku og sadistísku elskhugar sem ýmist svífa skýjum ofar með
jómfrú Maríu eða velkjast í soranum með hinni föllnu Evu.
Platonska ástin birtist reyndar helst sem móðurást í ljóðum
Davíðs þar sem móðirin kemst nálægt jómfrú Maríu í dyggðum
sínum, þolinmæði og líknandi krafti. Hún er fíngerð, fjarlæg og
allt að því ósnertanleg. I þessu sambandi má minna á hið þekkta
og vinsæla ljóð „Mamma ætlar að sofna“ úr Svörtum fjöðrum þar
sem móðirin er kynlaus og aðeins sýnd í ástríkum tengslum við
börn sín.* 11 Hún lifir erilsömu en viðburðasnauðu lífi, lifir fyrir
aðra, gefur ráð, hlustar og hughreystir, ber sorgir sínar í hljóði og
leitar ævintýranna í draumi. Myndin af þessari þreyttu, ófrjálsu
og óvirku konu er göfguð og lögðu gagnrýnendur fram sinn skerf
til að festa þá göfugu mynd í sessi. Kristinn E. Andrésson sagði
að við lestur ljóðsins væri eins og „ljóst fiðrildi fljúgi hjá“12 og
8 Sama rit, s. 30.
9 Per Stig Möller tekur Byron sem dæmi.
10 Sama rit, s. 141.
11 Davíð Stefánsson: Svartar fjaðrir. Reykjavík 1919, s. 5-6.
12 Islenzkar nútímabókmenntir 1918-1948, s. 64.