Skírnir - 01.09.1996, Side 60
306
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Ingibjörg Benediktsdóttir notaði svipaðar líkingar í dómi sínum
um Svartar fjaðrir. Hún bar ljóðin „Einbúann", „Oráð“, „Hinn
glámskyggna" og „Kuldahlátur“, sem hún sagði vera „vilt og
sjúk“, saman við ljóðin „Mamma ætlar að sofna“, „Hátíð“,
„Unu“, „Fóstru mína“, „Jólakvöld" og „Mánadísina" en þau síð-
arnefndu kvað hún vera hlý og hjartnæm og minna á blæjalogn
og blíðveður.13
Konurnar í síðarnefndu ljóðunum eru ljúfar, mildar og stað-
fastar. Fóstran í samnefndu ljóði situr í kyrrð og ró á sængur-
stokknum með sálmabókina í kjöltu sér, „sátt við guð og
menn“.14 „Or glaumi og hávaða heimsins/til hennar eg stundum
flý“, segir ljóðmælandi. Fóstran verður hér persónugervingur
Maríu sem huggar sorgmædda og veitir þeim líkn og sálarró.
Maríumyndin býr einnig að baki Ijóðinu „Hátíð“ þar sem móðir-
in leiðir drenginn sinn inn í ljóma himinsins, til englanna sem
syngja henni dýrð og lof.151 „Jólakvöldi“ er þessi mynd svo full-
komnuð:
Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál
og hug mínum lyftir mót sól.
Þú gafst mér þá þrá, sem eg göfgasta á,
og þá gleði, sem aldrei kól.
Ef eg hallaði mér að hjartanu á þér,
var mér hlýtt; þar var alt af skjól.16
Kvæðin sem móðirin syngur fyrir drenginn sinn eru um „sak-
leysi, ástir og frið“ og minningin um hina algóðu móður sefar
hjarta hans þegar hann síðar stingur sig á þyrnum lífsins.
I þeim ljóðum sem hér hafa verið nefnd ríkir kyrrstaða og
friður, móðurfaðmurinn er hið eina sanna athvarf frá andstreymi
lífsins. Móðirin er gallalaus, eitt afbrigði af engilkonunni sem
bandarísku fræðimennirnir Sandra M. Gilbert og Susan Gubar
13 „Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Svartar fjaðrir“, s. 93.
14 Svartar fjaðrir, s. 78-80.
15 Sama rit, s. 20.
16 Sama rit, s. 106-107.