Skírnir - 01.09.1996, Page 66
312
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
ljóðmælandi veit að ekki er allt sem sýnist og deilir þeim grun
með lesandanum.
I fyrrnefndum þremur ljóðum, sem öll birtust upphaflega í
Svörtum fjöðrum, eiga svikararnir sér ekki viðreisnar von. Fyrir
þeim liggur að kveljast eða hljóta ömurlegan dauðdaga. I öðrum
ljóðum eru svikararnir hins vegar fjarstaddir: það eina sem gefur
tilvist þeirra til kynna eru minningar þeirra sem eftir sitja, sviknir,
niðurlægðir og einmana. Frekar en að halda áfram lífinu þar sem
frá var horfið, fara sumir ljóðmælenda Davíðs þá leið að refsa
sjálfum sér, líkt og þeir trúi að með því nái þeir á nýjan leik at-
hygli hins glataða ástmanns eða -meyjar. Hér örlar á því sem
franski rithöfundurinn Roland Barthes kallar (fjár)kúgun ástar-
innar: sá svikni finnur sig á einhvern hátt sekan um hvernig fór og
tekur að refsa sjálfum sér. Hann ákveður að aga sig, klippa hárið
stutt, ganga um með svört sólgleraugu eða helga sig alvarlegum
og flóknum viðfangsefnum. Hann einsetur sér að vera þolinmóð-
ur en umfram allt dálítið sorgmæddur, eins og hæfir þeim sem
hefur verið hafnað. Með tilburðum sínum er líkt og hann segi:
„Snúðu þér við, líttu á mig, sjáðu hvað þú hefur gert mér.“29
Þannig reynir hann að kúga fram athygli hjá hinum elskaða.
Við getum enn gluggað í Svartar fjaðrir til að sjá merki um
slíka ljóðmælendur. I ljóðinu „Komdu eru ástríður konunnar
sem talar ofsafengnar og takmarkalausar:30
Heitrofi! Heitrofi!
hrópa eg á þig;
það eru álög,
sem ástin lagði á mig.
I næstu erindum reynir konan að særa manninn til sín með lof-
orðum um gull og græna skóga, hún getur engan veginn sætt sig
við fjarveru hans og leggur allt sitt að veði, bæði líkama og sál:
29 Roland Barthes: A Lover’s Discourse. Fragments. Þýð. Richard Howard, New
York 1987, s. 33.
30 Svartar fjarðir, s. 12-14.