Skírnir - 01.09.1996, Page 69
SKÍRNIR
ÉG VERÐ KONUNGUR DJÖFLANNA
315
„Svo gef eg henni helskó“
Ástarþráin er nátengd dauðanum, segir franski rithöfundurinn
Georges Bataille. Ekki endilega í þeim skilningi að hinar erótísku
tilhneigingar þurfi að leiða til morðs heldur er hugmyndin um
dauðann ævinlega samtvinnuð þessari þrá. Dauðinn er að mati
Batailles efsta stig ofbeldisins, hann kippir okkur úr samhengi við
allt sem við skiljum og þekkjum, við erum ekki lengur til. Kynlíf-
ið er einnig ofbeldiskennt í eðli sínu; eftir hápunkt fullnægingar-
innar eru elskendurnir í „öðrum heimi", þeir upplifa eins konar
dauða.33 En það ástand varir aðeins skamma stund, við tekur
„sundurslitin tilvist“, líf tveggja ólíkra einstaklinga sem aldrei ná
að sameinast til fulls.
Bataille bendir á að samruni erótíkur og dauða hafi meðal
annars verið sýnilegur við trúarleg mannblót þegar fórnarlambið
var ekki aðeins svipt klæðum heldur lífi sínu að auki. Slíkar at-
hafnir hafi kveikt sérkennilega nautn í brjóstum viðstaddra.34 I
hversdagslegu lífi er þessi samruni ekki jafn greinilegur. Andleg
ást getur byrjað á hægu nótunum og haldist þar. En hún getur
einnig magnast og endað í algjöru brjálæði, ófullnægðar tilfinn-
ingar geta ært meira en líkamleg snerting segir Bataille.35 Hann
minnir á að erótíkin snýst um að drottna yfir, fá, eignast að fullu
og öllu. Og það er allt eins líklegt að það hvarfli að þeim sem
elskar að drepa hinn elskaða þegar (og ef) hann áttar sig á að þess-
ari eignarréttaráráttu verður aldrei fullnægt.
I Kvebjum, þriðju ljóðabók Davíðs Stefánssonar, rekumst við
á ljóð þar sem ástarþráin hefur alið af sér banvænt eitur. I ljóðinu
„Norn“ undirbýr svikin kona morð: „Særi eg / og særi á ný. /
Hó, hó / og hí, hí“, kveður hún í geðshræringu sinni; ástin hefur
vikið fyrir hefndarþorsta.36 Konan á ekki afturkvæmt til lífs með-
al manna því sá eini sem hún gat elskað hefur yfirgefið hana:
33 Þetta ástand kallar Bataille reyndar litla dauða, svo nátengt telur hann það vera
hinum raunverulega dauða. Eroticism. Þýð. Mary Dalwood. London 1987, s.
100.
34 Sama rit, s. 22.
35 Sama rit, s. 19.
36 Kveöjur, s. 76-79.