Skírnir - 01.09.1996, Page 79
ÁRMANN JAKOBSSON
„Hinn blindi sjáandicc
Hallbera í Urðarseli og Halldór Laxness
1. „Það fylgir henni kerlíng“
BJARTUR í SUMARHÚSUM hefur misst konu sína, Rósu, og stendur
andspænis séra Guðmundi sem reynist hafa allt á hornum sér og
áhuga á flestu öðru en að jarðsyngja hina látnu. Hann stingur því
að Bjarti að hann fái sér nýja konu: „Eg get útvegað þér annan
kvenmann samstundis, ágætis kvenmann, hún er mjúk einsog
lúnga og gerir alt sem henni er sagt, en það fylgir henni kerlíng,
afgamalt skass, svo þú vitir að hverju þú geingur, - hún kann alla
ViðeyarbókinaA1 Bjartur tekur við báðum konunum og þannig
kemur gamla konan Hallbera í Urðarseli inn í Sjálfstœtt fólk, eins
og böggull sem fylgir skammrifi. Þrátt fyrir það er hún næst
Bjarti í Sumarhúsum lengst á sögusviði verksins af persónum
þess, frá lokum fyrsta hluta af fjórum til söguloka, tekst að sleppa
lífs frá Bjarti án þess að flýja og sagan endar á leið heim til henn-
ar.
Kynningin bendir ekki til að Hallbera eigi eftir að skipta máli
í verkinu enda gömul kona með prjóna, dæmd til að vera auka-
persóna. Fræðimönnum hefur til þessa ekki orðið starsýnt á hana.
Peter Hallberg vék að vísu að henni nokkrum orðum sem athygl-
isverðri aukapersónu2 en að öðru leyti féll hún milli stafs og
hurðar uns Árni Sigurjónsson skrifaði seinni hluta verks síns um
1 Halldór Kiljan Laxness. Sjálfstœtt fólk. [3. útg.] Rvík 1961, 132. Héðan í frá er
vitnað í þá bók með blaðsíðutali í meginmáli. Upphaf þessarar greinar má
rekja til samræðna höfundar við Hólmfríði Tómasdóttur, bókavörð í Árna-
garði, og eru henni færðar þakkir, einnig Sveini Skorra Höskuldssyni en í
námskeiði hjá honum vorið 1995 urðu frumdrög greinarinnar til og ritstjórum
Skírnis þakka ég góðar ábendingar.
2 Peter Hallberg. Hús skáldsins. Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku
Völku til Gerplu. I. Helgi J. Halldórsson þýddi. Rvík 1970, 237.
Skírnir, 170. ár (haust 1996)