Skírnir - 01.09.1996, Page 80
326
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Laxness og þjóðlífið, Frá Ylfíngabúð til Urðarsels, en Urðarsel er
bær Hallberu sem þau Bjartur stefna til í bókarlok. Arni varpar
því fram að Hallbera sé eiginleg hetja verksins: „I veikleika sínum
og kröfuleysi verður hún sterk og öðlast þá lífsfyllingu sem
mörgum öðrum er varnað þótt þeir geri ítrustu kröfur og sýnist
sterkir í fyrstu.“3 Hann telur hana fulltrúa tímalausrar víddar sem
minni á þær persónur skáldsins sem kenndar hafi verið við taó en
Árni kýs allt eins að kalla „skynsamlegt íhald“. Þannig flæki
Hallbera boðskap sögunnar, sé fulltrúi „hugmyndafræði íhalds-
manna“, gilda sem Halldór taki afstöðu gegn í Alþýðubókinni og
víðar.4 Niðurstaðan: „Hún er sem snákur í paradís skynsemis-
hyggjunnar. Hallbera setur strik í reikninginn."5
Niðurstaða Árna virðist vera þversögn. Hvernig getur „hug-
myndafræði íhaldsmanna" sem Halldór Laxness andæfir alla ævi
verið jákvæð í líki gamallar konu? Til að fá botn í þetta er nauð-
synlegt að huga að því hvernig skáldið smíðar persónu Hallberu
og greina af meiri nákvæmni hvert hlutverk hennar sé og hvernig
vera hennar á sviðinu breytir heildarmerkingu sögunnar. Hvernig
og hvers vegna setur Hallbera strik í reikninginn?
2. Ekki öllþar sem hún er séð
í hverju drama standa fáeinar persónur fremst á sviðinu og at-
hygli áhorfenda beinist að þeim. Fyrir aftan er hitt og þetta sem
ekki hefur sama vægi en getur skipt máli, umhverfið sem oft
speglar hugarástand persónanna.6 Það er í þeim bakgrunni sem
Hallbera kerling úr Urðarseli heldur til: „Suðan í vatnskatlinum
fjarlægist, snarkið í eldinum, kerlíngaramstur ömmu hans, fuss
hennar og sálmataut, alt leysist sundur í hverfula mókdrauma,
sem hafa ekki framar brodd né kló“ (165). Hallbera er lágvært
3 Árni Sigurjónsson. Laxness og þjóðlífið II. Frá Ylfingabúð til Urðarsels. Rvík
1987, 107.
4 Sama rit, 107-17.
5 Sama rit, 117.
6 Njörður P. Njarðvík hefur fjallað um samræmi umhverfis og ástands persóna
í verkum Halldórs Laxness („Náttúrulýsingar í íslandsklukkunni." Skírnir
144(1970), 115-28).