Skírnir - 01.09.1996, Side 81
SKÍRNIR
HINN BLINDI SJÁANDI
327
murr í bakgrunni (238) eða dauf týra í myrkri (364). Þegar Sum-
arhús fá lífsbjörg í líki kýr birtir yfir heimilinu og þar með yfir
Hallberu:
Frammúr hugskoti ömmunnar þiðnuðu jafnvel betri sálmar, auðskildari,
minna latínuskotnir, draugarnir í sögum hennar urðu snögtum meinlaus-
ari en fyr, hún mundi altíeinu eftir frægum draug að sunnan sem lét skip-
ast ef honum var skamtað daglega einsog öðru fólki. Frásagnirnar af ævi-
lokum þeirra sem urðu úti voru ekki leingur jafngeigvænlegar og áður,
það kom meiraðsegja fyrir að mönnum sem höfðu hrapað í klettum var
bjargað á þriðja dægri, þótt ótrúlegt sé, og lifðu leingi eftir það, enda
þótt þeir hefðu lærbrotnað báðumegin. (199)
Annars er hún birtingarmynd tilbreytingarleysisins: „einginn
dagamunur var að því hve illa ömmu hans gekk að kveikja upp
eld hússins" (167). Vinna hennar er undirleikur við átökin fremst
á sviðinu: „Og amma hans er eitthvað að bogra og bisa fyrir
framan rúm hjónanna, einlægt er hún eitthvað að bogra og bisa“
(164). _
Firring aðalpersónanna birtist í breytingum á þessu tuldri í
bakgrunninum. Hallbera er hluti af innri veruleik þeirra, hefur
áhrif á líðan þeirra og tilfinningar. Þannig stafar af henni ógn þeg-
ar samviskubitin augu Astu Sóllilju leggja til sjónarhorn sög-
unnar:
Hún forðaðist það eitt að líta um hæl til ömmu sinnar, og samt sér hún
með hnakkanum hvar hún situr og rær ofurlítið ífram með prjónana í
keltu sér, höfuðið riðar, andlitið ólæsar rúnir, tinandi augun undir hin-
um þúngu bláu augnlokum, og sjá þó alt, og vita alt, og tákna þann veru-
leika með guði og djöfli sem hefst í lok þeirrar nætur sem kemur með
draumi og skógum; frá uppnumníngu óskastundarinnar vaknar maður til
hinna eldfornu sálma ömmunnar (372-73)
Á þann hátt verkar umhverfið á sjálfið og veruleikaskynjun þess.
Sem hluti af umhverfinu er Hallbera fremur andpersóna en per-
sóna.
Eðli Hallberu sem andpersónu er undirstrikað með því að
henni er lýst utan frá eins og öðrum sviðsmunum. I Sjálfstœðu
fólki er tíðum skipt um sjónarhorn; Bjartur, Ásta, Rósa, Finna,
Nonni og Gvendur eru öll sjónbeinar um stund og fyrir vikið